Brasilía,
Flag of Brazil

      Meira

BRASILÍA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Brasilía er fimmta stærsta land í heimi.  Rússland, Kanada, Kína og Bandaríkin eru stærri.  Heildarflatarmál Brasilíu er 8.547.404 km², sem samsvarar nokkurn vegin helmingi flatarmáls Suður-Ameríku.  Landið er svo stórt, að strandlengja þess meðfram Atlantshafinu er 7400 km löng og landamæri þess liggja að öllum löndum álfunnar nema Síle og Ekvador.  Mesta vegalengd í loftlínu frá norðri til suðurs er svipuð og frá austri til vesturs u.þ.b. 4460 km.  Innan landamæranna eru engar eyðimerkur, há fjöll eða heimskautasvæði, sem hindra eða gera búsetu manna erfiða.

Flestir íbúanna búa í austurhluta landsins meðfram ströndum Atlantshafsins.  Höfuðborg þess er Brasilía, sem er alllangt frá sjó á jaðri mesta þéttbýlissvæðisins.  Þessi borg var skipulögð frá grunni og tók við hlutverki Rio de Janeiro árið 1960.  Brasilía var nýlenda Portúgala og var ekki skipt í mörg lönd eins og nýlendum Breta og Spánverja.  Portúgalska er opinbert mál í landinu, sem allir tala nema nokkur þúsund indíána í einangruðum hlutum Amasónsvæðisins.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM