Rio
grande er hafnarborg í Rio grande do Sul-fylki.
Hún er mikilvæg viðskiptamiðstöð landbúnaðarhéraðsins
umhverfis hana og miklu er skipa út af kornvöru, kjöti, húðum og
ull. Þar
eru líka olíuhreinsunarstöðvar, matvælaverksmiðjur, fiskniðursuða
og vefnaðarframleiðsla.
Borgin státar líka af háskóla.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var rúmlega 170.000. |