Porto
Alegre er höfuðborg Rio Grande do Sul-fylkis og hafnarborg við Lagoa
dos Patos á Atlantshafsströndinni.
Hún stendur við ármót fimm vatnsfalla og er mikilvæg miðstöð
viðskipta sunnan Sao Paulo.
Aðaliðnaðarframleiðslan er matvæli, skipasmíðar og vefnaður.
Útflutningurinn byggist aðallega á landbúnaðarvörum.
Þar er fylkisháskólinn (1934) og katólskur háskóli (1948).
Portúgalskir innflytjendur frá Azoreyjum settust þarna að í
kringum 1742.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega 1,3 milljónir. |