Belém
(Pará) er höfuðborg Paráfylkis og aðalhafnarborgin við neðanvert
Amasónfljót, nánar tiltekið við ármót þess og Pará-árinnar rétt
við miðbaug.
Höfnin er aðgengileg hafskipum og þar er flotastöð sjóhersins.
Portúgalar stofnuðu borgina 1615 og blómaskeið hennar hófst
á 19. öld, þegar Amasónsvæðið varð smám saman mikilvægara
fyrir utanríkisverzlun landsins.
Helztu útflutningsvörurnar eru hrágúmmí, hnetur, kakó, böstungur
og timbur.
Sögunarmyllur, vélaverkstæði, skipasmíðastöðvar og
verksmiðjur, sem framleiða múrsteina, flísar og sápu, eru áberandi
í borginni.
Belém
er meðal áhugaverðustu borga Suður-Ameríku.
Þar er fjöldi torga og fallegar götu, sem teygjast víða alla
leið að skógarjaðrinum.
Hún er miðstöð menningar og menntunar í Norður-Brasilíu.
Þar eru m.a. Pará-háskóli (1957) og Goeldisafnið, sem gefur
góða mynd af lífríki og mannfræði Amasónsvæðisins.
Belém hefur verið setur katólskra biskupa síðan 1723.
Áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 1993 var 1,3 milljónir.
Mynd: Lýðveldistorgið og óperan. |