Santos
er hafnarborg í Sao Paulo-fylki á eyjunni Sao Vicente í grennd við
Sao Paulo-borg.
Hún er í rauninni aðalhafnarborg Sao Paulo og mikilvæg miðstöð
kaffiviðskipta en auk þess er mikið flutt út af ávöxtum, baðmull
og kjötvörum.
Aðalinnflutningurinn er vélar.
Kaffimarkaðurinn er meðal áberandi byggingar borgarinnar og
nokkur útivistarsvæði hennar eru vinsæl.
Borgin var stofnuð árið 1543 og tenging við járnbrautarkerfi
landsins gerði hana að líflegri hafnarborg árið 1867.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var í kringum 430.000. |