Sao
Francisco-fljótið
er í Austur-Brasilíu og jafnframt hið stærsta,
sem er að öllu leyti innan landamæranna.
Það á upptök sín í Minas Gerais, þaðan sem það rennur
til norðurs, norðausturs og suðurs til Atlantshafs.
Neðri hluti árinnar skilur að fylkin Bahia og Sergipe annars
vegar og Pernambuco og Alagoas hins vegar.
Áin er u.þ.b. 3000 km löng og vatnasviðið nær yfir 551.410
km². Hún er skipgeng um
miðjuna, alls1368 km vegalengd en þrjár hindranir eru í henni neðanverðri,
þ.e. flúðir við Pirapóra, við landamæri Bahia-fylkis og granítgljúfrin
í strandfjöllunum. Áin
rennur út í Atlantshafið norðaustan Aracaju og meðalvatnsmagn er u.þ.b.
29.000 m³/sek.
TAPAJÓS-FLJÓTIÐ
er í Mið-Brasilíu og ein þveráa Amasónfljótsins. Það á upptök sín á landamærum fylkjanna Amazonas, Pará
og Mato Grosso, þar sem Teles Pires og Juruena-árnar koma saman.
Tapajós rennur u.þ.b. 1770 km í norðurátt og hverfur til
Amasónfljóts við Santarém. Skipgengur
hluti þess er u.þ.b. 280 km langur.
TOCANTINS-FLJÓTIÐ
á upptök sín í miðju fylkinu Gojás við samruna tveggja
vatnsfalla. Það stefnir
norður um Pará-fylkið og þegar það hefur lagt 2735 km að baki,
breikkar það og verður að Pará-ánni, sem rennur út í óshólma
Amasónfljóts sunnanverða. Aðalþveráin
er Araguaia, sem sameinast Tacantins-fljóti nyrzt í Gojás.
XINGU-FLJÓTIÐ
er í Norðvestur-Brasilíu. Það
verður til úr þremur ám á norðurhluta hásléttu Mato Grosso. Það er u.þ.b. 1980 km langt og streymir norður í gegnum
fylkin Mato Grosso og Pará, alla leið til óshólma Amasónfljótsins.
Miðhluti fljótsins er ekki skipgegnur vegna fjölda fossa og flúða
en hægt er að sigla u.þ.b. 100 km upp eftir henni frá ósunum. |