Curitiba
er höfuðborg Paranáfylkis á Cubatao-sléttunni nærri Paranaguá.
Hún er mikilvæg miðstöð viðskipta fyrir frjósamt landbúnaðarhérað
umhverfis hana.
Aðalframleiðsluvörur héraðsins eru te (maté), kaffi og
timbur (fura).
Borgin er setur Paraná-háskóla (1912) og katólsks háskóla
(1959).
Fyrstu landnemarnir settust að á borgarstæðinu árið 1654.
Curitiba hefur verið höfuðborg fylkisins síðan
1831.
Á síðustu áratugum tuttugustu aldar var hafizt handa við
byggingu ódýrs íbúðarhúsnæðis í borginni.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 1,3 milljónir. |