Brasilía meira,
Flag of Brazil

HEILBRIGÐISMÁL

MENNTUN

MENNING

ÍBÚARNIR
EFNAHAGUR
STJÓRNSÝSLA
SAMGÖNGUR
LOFTSLAG–JARÐVEGUR AFÞREYING
SAGAN

BRASILÍA
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Amasónsvæðið er gífurlega stórt og afarfjölbreytt að náttúru og mannlífi.  Mestur hluti þess er innan landamæra Brasilíu og því hafa náttúruvísindamenn flykkst þangað til að kynna sér stærsta vatnakerfi jarðar og stærstu, ósnortnu víðerni regnskóga í heiminum.  Landið er býr yfir ótrúlega miklum náttúruauðæfum, sem skipa því í flokk frjósömustu og mestu framleiðsluríkja heims.  Brasilía hefur staðið frammi fyrir gífurlegri fólksfjölgun, óstöðgu efnahagslífi með gífurlegri verðbólgu og mjög óstöðugu stjórnmálaástandi.

Landslag.  Landið skiptist í hálendi og láglendi og mörkin milli þessara svæða eru skír og greinileg.

Klettabeltið mikla.  Misgengiskerfið, sem er kallað Klettabeltið mikla er u.þ.b. 2640 km langt meðfram austurströndinni.  Á svæðinu suður frá Rio de Janeiro er það kallað Serra do Mar.  Það er þverhnípt og að meðaltali 1000 m hátt.  Austan þess eru hæstu svæði lægri misgengissvæða, m.a. rætur Sykurtoppsins (Pao de Acúcar) og Gávea í Rio de Janeiro og keðja eyja eins og Santa Catarina, Sao Sebastiao og Grande.

Norðan Rio de Janeiro skiptist Klettabeltið mikla í mjög sprungin svæði, sem einkennast af djúpum og hlíðabröttum dölum umkrindum ávölum tindum og nærri þverhníptum klettabeltum.  Norðvestan Rio de Janeiro eru Orgaos-fjöll, og meðfram jaðri Minas Gerais-Espírito Santo eru Aimorés-fjöll og Geral-fjöll í Bahia.  Klettabeltið smáhverfur síðan af yfirborðinu.  Annars staðar enda svipuð svæði í brotabeltum, þar sem myndast flúðir og fossar í ám, sem steypast hvítfyssandi niður á láglendi.

Láglendið.  Brasilíska láglendið skiptist í þrjú aðalsvæði:  Amasónláglendið, Miðvestur-Pantanal og strandláglendið.  Amasónsvæðið er hið stærsta og mestur hluti þess er hæðóttur, þar sem vatnsföllin hafa hlaðið upp árseti fyrir allt að 2,5 milljónum ára.  Flóðasvæðin (várzeas) meðfram vatnasvæðum Amasón- og Paragvæfljótanna eru engu að síður mest áberandi einkenni landslagsins á þessu láglendissvæði.  Óravíddir dreifðra graslendna Amasónsvæðisins eru tilbreytingarlausar yfir að líta en flóðasvæðin meðfram ánni og þverám hennar eru mun fjölbreyttari í útliti.  Þar eru grunn vötn og fen í gömlum árfarvegum, fenjaskógar í ósunum, nýmyndað land í árbugunum innanverðum og velræst, lægra liggjandi og frjósöm svæði, sem eru girt varnargörðum, sem hægt er að hleypa vatni á í nokkrar vikur á ári.

Pantanal-svæðið er áframhald Gran Chaco-sléttunnar.  Þetta er fenja- og mýrlendi í norðvestur Mato Grosso do Sul- og suðurhluta Mato Grosso-fylkjanna.  Efri hluti Paragvæ-vatnasvæðisins sker það.  Það er víðþekkt vegna náttúrufegurðar og fjölskrúðugs dýralífs og nær yfir rúmlega 100.000 ferkílómetra.  Á regntímanum flæðir Paragvæ-áin yfir bakka sína og þá standa einungis hæstu hlutar varnargarðanna og lágar hæðirnar upp úr.

Láglendið með ströndum fram er sums staðar allt að 200 km breitt í norðurhlutanum en mjókkar í suðurátt þar til það hverfur.  Landslag á þessu svæði er allfjölbreytt, s.s. sléttlend flóðasvæði, mýrar, lón, sandöldur og víða hvítar sandstrendur í skjóli kóralrifja meðfram ströndinni eins og augað eygir.  Þar sem misgengið rís bratt úr sjó eru víða góð hafnarskilyrði.  Hinar helztu eru við Guanabaraflóa (Rio de Janeiro, Niterói) og Allraheilagraflói (All Saints’ Bay; Salvador).  Stórum hafskipum er fær leið upp Amasónfljótið að Manaus og minni skip sigla alla leið til Iquitos í Austur-Perú.  Tertíer flóðasvæðin liggja ofar og eru kölluð Amasónsléttan í norðri og Barreiras myndunin meðfram ströndinni.  Jarðvegur þess er þykkur leir, sem myndar næstum slétt yfirborð og ná víða upp að rótum hálendisins.

Hálendið nær yfir stærstan hluta Brasilíu.  Innan þess svæðis eru m.a. Miðhálendið (Planalto Central) og hluti Guiana-hálendisins í norðri.  Stærsti hluti þessa hálendis er Brasílíuhálendið. Á paleozoic-skeiðinu veðruðust þessi hálendissvæði niður að þáverandi sjávarmáli og síðar risu þau til núverandi stöðu.  Landsagið er breytilegt, jafnar sléttur, hæðótt, djúpir dalir og leifar hárra fjalla umhverfis, þar sem er að finna mestan hluta mikilla auðæfa landsins í jörðu.

Þessar fjallaleifar eru víða allhrjúfar, þótt þær séu hvergi hærri en u.þ.b. 3000 m.  Mantiqueira-fjöll í Suður-Minas Gerais rísa upp í 2770 m í Aqulhas Negras-tindi við landamæri Rio de Janeira-fylkis og 2870 m í Bandeira-tindi, sem se meðal hæstu tinda landsins í grennd við Aimorés-fjöll.  Espinhaco-fjöll teygjast frá Mið-Minas Gerais inn í suðurhluta Bahia, þar sem Almas-tindur nær 1840 m hæð.  Roraima-fjall við landamæri Venesúela nær 2560 m hæð í Guiana-hálendinu og Neblina-tindur nær 2996 m hæð og er hæsti staður Brasilíu.

Veðrun þessara fjalla og annarra á mismunandi tímaskeiðum olli setmyndun á láglendari svæðum umhverfis þau.  Í suðurhlutanum hafa diabashraun runnið yfir þau alla leið að rótum Klettabeltisins mikla og ná suður að Geral-fjöllum.  Í vestri enda þau í bröttum stalli, sem myndar Iguacu-fossana skömmu áður en áin Iquacu-áin sameinast Paraná-ánni.  Guaíra-fossarnir woru svipað augnyndi áður en stóra stíflan í Itaipú var byggð neðar í Paraná-ánni.

Vatnasvið.  Þrjú meginfljót skila vatninu frá hálendinu til sjávar, Amasón-vatnasviðið í norðri, Paragvæ-Paraná-Plata-vatnasviðið í suðri og Sao Francisco-áin, sem hefur norðaustlæga stefnu.  Þessi og önnur meginvatnakerfi landsins skila vatninu til Atlantshafs.

Amasónfljótið á upptök sín í Andesfjöllum í Perú í tæplega 160 km fjarlægð frá Kyrrahafinu.  Þaðan bugðast áin u.þ.b. 6400 km leið til Atlantshafsins og skilar u.þ.b. 20% af ferskvatnsforða heimsins til sjávar.  Meðal stórra þveráa á leiðinni eru Tocantins-Araguaia, Xingu Tapajós og Madeira að sunnanverðu og Negro-áin að norðanverðu.  Láglendi Amasónfljótsins er breiðast við austanverð Andesfjöllin.  Það þrengist til austurs þar til aðeins verður mjó ræma eftir austan við Manaus, sem skilur að Guiana-hálendið í norðri og Brasilíuhálendið í suðri.  Flóðasléttan opnast aftur, þegar fljótið nálgast Atlantshafið.  Fljótið er skipgengt alla leið inn í Austur-Perú en fossar og flúðir hindra skipaumferð í þveránum.  Enn þá hefur einungis ein stífla verið byggð á Amasónsvæðinu, Tucuruí-stíflan, sem var byggð um miðjan níunda áratuginn í Tocantins-ánni sunnan Belém í grennd við Carajás Grande námusvæðið.

Paragvæ-Paraná-Plata-vatnasviðið
nær frá suðvesturhluta Minas Gerais.  Þangað skilar sér vatn, sem endar í Rio de la Plata-ánni áður en það hverfur í Atlantshafið.  Tvö syðstu fylki Brasilíu skila vatni sínu til Urugva-árinnar, sem skilar því til Plata-árinnar.  Þessar ár eru aðeins skipgengar á stuttum köflum.

Sao Francisco-áin er hin stærsta, sem er eingöngu innan landamæra Brasilíu.  Vatnasvið hennar er hið þriðja stærsta í landinu.  Hún kemur upp á Brasilíuhálendinu í Vestur-Minas Gerais og Suður-Goiás vestan Rio de Janeiro.  Hún rennur rúmlega 1650 km í norðurátt inn í Bahia-fylki og á landamærum Pemambuco áður en hún sveigir til austurs, út í Atlantshaf.   Áin er skipgeng fyrir grunnskreiða pramma á milli Pirapora í Minas Gerais, norðan Belo Horizonte og Juánzeiro í Bahia.  Neðan Juánzeiro verður straumurinn meiri ofan Paulo Afonso-fossa.  Aðeins neðri hluti árinnar er gengur hafskipum.

Fjöldi áa renna beint til Atlantshafs.  Flestar þeirra eru of óstöðugar til orkuframleiðslu eða samgangna.  Paranaíba-áin í Piauí og Jaculi-áin í Rio Grandi do Sul eru mikilvægastar þessara vatnsfalla vegna þess, að þær eru skipgengar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM