Frægustu
hátíðarhöldin í Brasilíu eru hin fjögurra daga kjötkveðjuhátíð,
sem er haldin í Rio de Janeiro fyrir föstuna ár hvert.
Þessi hátíð er byggð á katólskum hefðum og hátíðarsiðum
afkomenda afrískra þræla og hefur skotið djúpum og varanlegum rótum
í þjóðfélaginu. Slíkar
hátíðir hafa aðallega þróazt á þéttbýlissvæðum í grennd við
fyrrum plantekrur á strandlengjunni milli Recife og Rio de Janeiro.
Sambaskólarnir í Rio de Janeiro eru afsprengi þessara hátíða
og þar er mikill tími lagður í undirbúning hátíðanna, sem eru mjög
skrautlegar.
Fjöldi
annarra hátíða, bæði opinberar og kirkjulegar, eru haldnar á
hverju ári, þ.m.t. þjóðhátíðin 7. september og dagur heilags
Johns í júní (brennur, flugeldar og loftbelgir).
Afrískra áhrifa gætir í hátíð gyðju hafsins, lemanjá, í
strandhéruðunum. Á nýársdag er almennur frídagur.
Þá halda skip úr höfn með fórnir, sem eiga að tryggja góðan
afla á nýja árinu.
Stéttaskiptingar
gætir ekki við hátíðarhöld, á knattspyrnuleikjum og á sólarströndum
landsins. Þar hittist ungt
folk og tekur þátt í alls konar afþreyingarleikjum á ströndinni.
Knattspyrnar er þjóðaríþrótt landsmanna, sem á sér ófáa
aðdáendur. Ungir og
gamlir taka þátt í henni, bæði beint og óbeint, og Brasilíumenn
eru duglegir að halda forystu í henni eins og sést á ítrekaðri
þátttöku þeirra í heimsmeistarakeppninni, þar sem þeir eru oftar
en ekki í fremstu röð. Einn
fremstu knattspyrnumanna heims, Pelé, lék fyrir Brasilíu árum saman.
Fjöldi skemmtigarða í og utan borganna laðar til sín fjölskyldur
og aðra hópa, sem vilja njóta félagsskapar í fallegu umhverfi.
Þjóðgarðar eru víðast í nágrenni þéttbýlis og bjóða
gestum fagurt og afslappandi umhverfi.
Afskekktari friðlýst svæði og þjóðgarðar eru aðallega meðfram
þverám Amasónfljóts, þar sem ástæða er til að vernda lífríkið,
þ.á.m. byggðir indíána. Slík
svæði eru ekki ætluð fjöldaferðamennsku.
Mörk þjóðgarða og friðlýstra svæða voru færð til fyrir
þjóðvegi og önnur mannvirki fram til 1960, þegar yfirvöld fóru að
sýna nauðsyn þeirra meiri skilning og stofnuðu Náttúruverndarráð.
Meðal vinsælustu þjóðgarða landsins eru Itatiaia, Iguacu og
Serra dos Orgaos.
Fjölmiðlar.
O Estado de Sao Paulo og Folha de Sao Paulo eru aðaldagblöð
landsins, bæði gefin út í Sao Paulo. Jornal do Brasil, O Globo og O Dia eru gefin út í Rio de
Janeiro og fjöldinn allur af öðrum dagblöðum er gefinn út í minni
borgum. Talsverður fjöldi
vikublaða, s.s. Visao og Manchete, eru líka á markaðnum.
Blaðaútgáfan er nátengd ljósvakafjölmiðlum, s.s. TV
Manchete- og TV Globo-sjónvarpsstöðvarnar, sem eru ásamt Rádio
Globo öflugustu fjölmiðlar landsins.
Fjöldi annarra fjölmiðla starfar út um allt land.
Fræðslufjölmiðlar eru að mestu takmarkaðir við stærstu
þéttbýlin. Meðal vinsælasta
sjónvarpsefnisins eru sápuóperur, íþróttaþættir, fréttaþættir,
erlendar kvikmyndir með portúgölsku tali og barnatímar.
Sjónvarpið í landinu hefur aukið skilning og umburðarlyndi
meðal hinna mismunandi þjóðerna og dregið úr spennu á milli
þeirra. |