Brasilía loftslag jarðvegur,
Flag of Brazil


BRASILÍA
LOFTSLAG og JARÐVEGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Loftslagið er rakt hitabeltis og jarðartrópískt nema á hálfþurrkasvæðum í norðausturhlutanum, sem eru stundum kölluð þurri marghyrningurinn og nær frá norður Bahia að ströndinni milli Natal og Sao Luis.  Úrkoma þar er á milli 375 og 750 mm á ári.  Meðalúrkoman í öðrum hlutum landsins er að mestu 1000 og 1750 mm, þótt hún sé mun meiri á Amasónsvæðinu.

Hitastigið er mjög jafnt allt sumarið (nóvember-apríl), u.þ.b. 26°C á láglendinu í janúar og nokkrum gráðum lægra á hálendinu eftir hæð yfir sjó.  Strandlengja Rio Grande do Sul er líka svalari, u.þ.b. 23°C en í þurra marghyrningnum er meðalhiti sumarsins 29°C og hitinn fer upp í 38°C á daginn.   Vetrarhitinn (maí-október) á Amasónláglendinu er mjög svipaður og á sumrin, en á þurrkasvæðinu lækkar hann í 26°C.  Á Brasilíuhálendinu er vetrarhitinn u.þ.b. 20°C og sunnar, í Curitiba í rúmlega 900 m hæð yfir sjó, er hitinn 14°C í júní og júlí.  Meðalhiti þessara mánaða í Porto Alegre er svipaður.  Í Rio de Janeiro, þar sem loftmassar Atlantshafsins eiga ekki eins greiða leið, hækkar hitinn í 23°C.

Jarðvegur í Brasilíu er talsvert flókið fyrirbæri en þó má gróflega flokka hann í frjósaman og ófrjósaman.

Ófrjósamur jarðvegur.  Bæði aldur jarðvegs og loftslagsskilyrði valda því, að hann er mjög gropinn og skolast greiðlega og því hverfa úr honum efnin, sem ella gerðu hann frjósaman.  Mest ber á þessu á Brasilíuhálendinu og tertíersvæðunum, þar sem jarðvegurinn gertur orðið allt að 27 m djúpur og hlaðinn kísiljárni og áli.  Þar eru greinileg merki um mismunandi vatnsstöðu á fyrri tímum.

Þurrlendissvæði við Amasónfljótið og önnur svipuð svæði eru sömu gerðar, en ekki skoluð eins djúpt.  Frjósemi þeirra byggist á gróðursamfélaginu í regnskógunum, þar sem hár hiti og mikil úrkoma valda hraðri rotnun.  Af þessum sökum vex lítið annað en gras á fyrrum skógi vaxinni strandlengjunni og umhverfisfræðingar óttast að svipað gerist á svæðum, þar sem skógar eru ruddir.

Frjósamur jarðvegur.  Víða innan marka ófrjósamra og skolaðra svæða eru frjósamir blettir, sem hafa myndast við veðrun og uppbyggingu nýrra setlaga á yfirborðinu meðfram fjölda árfarvega.  Þessir blettir eru dreifðir og stundum litlir.  Á hálendinu finnast þeir einkum þar sem forn jarðvegur hefur horfið og yngri og grynnri setlög liggna nú eða niðri í dældum og grunnum dölum, þar sem frjósöm lífræn efni hafa ekki skolast brott.  Þar er oftast þéttur skógur vegna hins stöðuga raka í jörðu allt árið og stöðugt bætist við lífrænan úrgang. 

Tvær tegundir frjósams jarðvegs er að finna á stórum svæðum.  Í hinum þurra norðausturhluta landsins hefur dregið úr skolun og lífræn efni verða þar eftir.  Gallinn er sá, að þar skortir úrkomu til að gera þessi svæði nýtileg til ræktunar.  Langfrjósömustu svæðin eru á milli Mið-Rio Grande do Sul og Minas Gerais.  Þar veðrast grýttur jarðvegur og verður að rauðbleikum jarðvegi (roxa), sem gefur mikið af sér, jafnvel þar sem rakastig er hátt, og er rómaður vegna bragðgæða brasilíska kaffisins, sem er ræktað þar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM