Borgin
hét áður Sao Salvador eða Bahia.
Hún er höfuðborg Bahia-fylkis og hafnarborg á skaganum við
mynni todos os Santos-flóann.
Hún er mikilvæg viðskiptaborg og þaðan er aðallega flutt út
kaffi, tóbak, sykur, baðmull, iðnaðardemantar og olíuvörur.
Aðaliðnaðurinn byggist á skipasmíðum, sykurvinnslu, baðmullarvinnslu,
hveitivinnslu og tóbaki.
Borgin stendur í fjallahlíðum og efri hlutinn er tengdur neðri
hlutanum með lyftum, kapalbrautum og bugðóttum götum.
Borgin er setur Sambandsháskólans (1946).
Portúgalar stofnuðu borgina árið 1549 undir nafninu Sao
Salvador Da Bahia de Todos os Santos.
Hún var setur landstjóra og höfuðborg portúgölsku nýlendunnar
til 1763 og varð höfuðborg fylkisins árið 1889.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega 2,2 milljónir. |