Natal
er höfuðborg Rio Grande do Norte-fylkis nærri Atlantshafsströndinni
og ósum Potengi-árinnar.
Hún er mikilvæg hafnarborg, sem er tengd járbrauta- og
flugsamgöngum.
Meðal iðnaðarvara eru vefnaðarvörur og matvæli.
Fylkisháskólinn var stofnaður 1958.
Portúgalar stofnuðu borgina á jóladag 1597, sem skýrir nafn
hennar.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var í kringum 600.000. |