Sao Paulo Brasilía,
Flag of Brazil


SAO PAULO
BRASILÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sao Paulo er stærsta borg landsins og þar með Suður-Ameríku.  Hún er höfuðborg samnefnds fylkis uppi á sléttum þess í 823 m hæð yfir sjó á bökkum Tiete-árinnar.  Íbúafjöldi hennar tífaldaðist á árinum 1920-1993.  Hún er líka mikilvægasta fjármálamiðstöð landsins og miðstöð flutninga framleiðslu borgarinnar og héraðanna umhverfis til hafnarborgarinnar Santos.  Þarna eru framleiddir bílar, alls konar velar, vefnaðarvörur, málmvörur, efnavörur, matvæli, leirvörur og postulín, heimilistæki, skór og fatnaður.

Borgina prýða margir skýjakljúfar í fjármálahverfinu, sem er kallað Triangulo (Þríhyrningurinn).  Meðal íbúðarhverfanna er Jardim Europa, Jardim América, Cantareira og Brooklyn.  Sao Paulo er líka mikilvæg miðstöð menntunar og menningar.  Þar er Sao Paulo-háskóli (1934), Páfaháskólinn (1946) og Mackenzie-háskólinn (1952).  Nýlistasafnið og Borgarbókasafnið eru vel búin listaverkum og bókmenntum.  Butantan-stofnunin (1901) er kunn á alþjóðavettvangi fyrir rannsóknir sínar á snákum, eituráhrifum þeirra og framleiðslu mótefna og lyfja gegn þeim.

Portúgalskir jesúítar stofnuðu borgina 1554 á svæði indíána.  Á 16. 0g 17. öld var þar miðstöð portúgalskra könnunarleiðangra, sem voru gerðir út til að hneppa indíána í þrælahald og leita að eðalmálmum.  Árið 1712 fékk Sao Paulo borgarréttindi.  Efnahagur borgarinnar byggðist á landbúnaðrarframleiðslu fram á 19. öld.  Hinn 7. september 1822 var borgin vettvangur sjálfstæðisyfirlýsingar Brasilíu.  Járnbraut milli Sao Paulo og Santos var lokið í kringum 1885. Hún olli straumhvörfum í viðskiptalífinu og verzlun með kaffi fór að blómstra.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega 10 milljónir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM