Belo
Horizonte er höfuðborg Minas Gerais-fylkis.
Hún er miðstöð iðnaðar, menningar og lista í stóru námuhéraði,
sem er auðugt af járngrýti, gulli, magnesíum, nickel og eðalsteinum.
Iðnaðurinn byggist á vinnslu járns, stáls, vefnaðarvöru og
flutningatækja.
Borgina prýða trjáskreytt breiðstræti, sem geisla út frá
stórum skemmtigarði.
Þar er einhver stærsti knattspyrnuleikvangur í heimi, fylkisháskólinn
(1927), katólski háskólinn (1958) og listaháskóli (1954).
Nýleg kirkja, Sao Francisco, sem Oscar Niemeyer Soares Filho
hannaði, er í Pampulha-hverfinu.
Í henni eru málverk brasilíska listamannsins Cándido
Portinari.
Borgin var stofnuð 1895 og tók við hlutverki Ouro Preto sem höfuðborg
fylkisins árið 1897.
Hún er fyrsta skipulagða borg Brasilíu og varð fljótt mikilvæg
miðstöð efnahagslífsins í upplöndum landsins.
Stór íbúða- og iðnaðarhverfi voru skipulögð og byggð á
fimmta áratugi 20. aldar.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var rúmlega tvær milljónir. |