Manaus
er höfuðborg Amasónfylkis og hafnarborg við Negroána, nærri ármótum
hennar og Amasónfljótsins.
Hafskip komast alla leið til borgarinnar.
Meðal útflutningavara borgarinnar er hrágúmmí, brasilíuhnetur,
timbur og margs konar aðrar vörur úr regnskógunum.
Iðnaðurinn byggist aðallega á olíuhreinsun, ferðaþjónustu
og framleiðslu sápu, efnavöru og matvælum.
Þar er Amasónháskóli (1965), stór dómkirkja og fagurlega
skreytt ópera.
Portúglalar stofnuðu borgina árið 1669.
Hún upplifði mikið blómaskeið á árunum 1890-1920, þegar gúmmíútflutningurinn
jókst verulega.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega 1,1 milljón. |