Tyrkland,
Flag of Turkey

.   Meira

TYRKLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Tyrkland er meðal stærstu landa í Mið-Austurlöndum, 779.452 km², og stærra en lönd Vestur-Evrópu.  Langstærsti hluti landsins er í Asíu á svonefndum Anatólíuskaga en Tyrkneska Þrakía, sem er leifar hins volduga fornríkis, er Evrópumegin Bosporus og Marmarahafs.  Vegalengdir frá norðri til suðurs eru milli 480 og 640 km og frá austri til vesturs u.þ.b. 1652 km.  Norðan landsins er Svartahafið, norðaustan þess er Georgía og Armenía, Azerbaijan og Íran í austri, Írak og Sýrland í suðaustri og Miðjarðar- og Eyjahöfin í suðvestri og vestri.  Höfuðborg landsins er Ankara.  Landamæri landsins eru u.þb. 8800 km löng og fjórðungur þeirra liggur að öðrum löndum en annars að sjó.  Tyrknesku sundin, sem tengja Miðjarðarhaf og Svartahaf eru Dardanellasund, Marmarahaf og Bosporus.  Flestar eyjar meðfram Eyjahafsströndinni eru grískar, nema Gökçe og Bozca.  Grikkir og Tyrkir hafa oft deilt um yfirráðin á Eyjahafi síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM