Göreme-þjóðgarðurinn,
álfabyggðir og neðanjarðarþorp Kappadónínu ættu að vera á dagskrá
allra ferðamanna í Tyrklandi. Þetta eru mjög sérstök og falleg
landsvæði, sem hafa orðið svolítið útundan. Það er ævintýralegt
að skoð Kaymakli-þorpið undir yfirborðinu, höggvið í mjúkt móberg.
Þar dvöldu þorpsbúar, þegar óvinaherir sóttu að og lokuðu innganginum
með stórri steinhurð, sem var rúllað fyrir. Stokkur frá
yfirborðinu þjónaði sem loftræsting, vatnslögn og leið aðfanga til
þorpsbúa á meðan þeir dvöldu neðanjarðar. Kæmust óvinir inn í
þorpið, áttu íbúarnir kost á undankomu í annað neðanjarðarþorp við
hliðina. Þarna bjuggu stundum allt að 15.000 manns, þegar sótt
var að þeim.
Þorpið er á 7 hæðum. Þar eru m.a. gripahús og aðstaða til
víngerðar. Þegar þetta er ritað (2007) er búið að grafa 4 hæðir
út og þrjár eru eftir. Landslagið í þessu litla héraði í
Litlu-Asíu, Tyrklandi, er vindsorfið móberg, sem varð til í eldgosum.
Þarna eru fjölbreyttar höggmyndir náttúrunnar, keilur, pýramýdar,
súlur og stallar.
Kappadókía var fjölþjóðlegt svæði, því þangað sóttu Palestínumenn og
aðrir athvarf á flótta undan Rómverjum, múslimum og mongólum.
Þarna var lagður grunnur að fyrsta kristna söfnuðinum í heiminum,
þegar Páll postuli kom í heimsókn. Á dögum Heródótusar, föður
sagnfræðinnar (490-425 f.Kr.), bjuggu Kappadókar á svæðinu milli
Tárusfjalla og Svartahafs. Nafn svæðisins kom fyrst fram seint á
6. öld f.Kr., þegar það tilheyrði Persaveldi. Eldgosin þrjú, sem
mynduðu þetta svæði, eru kölluð Erciyes, Hasan og Melendiz Daðlari.
Göreme-þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar eru líka
híbýli í klettum og álfabyggir út um allt. Góðu álfarnir líkjast
blómálfum á Íslandi, en hinir vondu draga fólk niður í græn smávötn á
svæðinu og drekkja því. Þarna voru reist
munka- og nunnuklaustur, kirkjur og aðrar vistarverur allt frá
frumkristni. Þarna eignaðist rétttrúnaðarkirkjan hina heilögu
þrenningu, guð föður, soninn og heilagan anda.
Ferðalagar una þarna gjarnan daglangt og skoða fagurskreyttar
bergkirkjur. Þær eru margar prýddar velvarðveittum veggmyndum,
sem sólarljósið hefur ekki náð til, en síðari íbúar hafa eyðilagt að
hluta með því að krafsa burt augu mannamynda. Þau voru álitin
hættuleg húsdýrum, sem voru geymd í þeim.
Heimild: Grein Gunnars Hersveins í Mbl. 12. apríl 2007. |