Tyrkland meira,
Flag of Turkey

Íbúarnir
Land og lega
Ferðir Jóhönnu Kristjónsd. um islamska heiminn. Sagan Sagan II
Hagtölur

TYRKLAND
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

Ræðismenn

Stjórnmál.  Fjöldi stjórnmálasambanda urðu til í Litlu-Asíu í aldanna rás.  Tyrkir réðust inn í Anatólíu á 11 öld. f.Kr. og stofnuðu ríki seldjúka.  Veldi Ottomanaríkisins jókst frá 14. öld og náði hámarki á 17. öld.  Tyrkland, eins og það er nú, var stofnað 1923 eftir hrun Ottomanaveldisins.  Það er þjóðernislegt, veraldlegt og þingbundið lýðræði.  Eftir stjórn eins flokks með stofnanda lýðveldisins, Mustafa Kemal Atatürk, og eftirmann hans í fararbroddi, hafa þingkosningar verið almennar og byggzt á framboði margra stjórnmálaflokka.  Æðsli maður ríkisins er forseti.  Opinber trúarbrögð eru engin.  Opinbert tungumál er tyrkneska.  Gjaldmiðill landsins er tyrknesk lira = 100 kurush.

Íbúar
í þéttbýli eru u.þ.b. 68,8% og dreifbýlingar 31,2%.  Fjöldi karla er örlítið meiri en kvenna og u.þ.b. 83 búa á hverjum ferkílómetra.  Aldursskiptingin er u.þ.b. eftirfarandi:  Undir 15 ára aldri 32,3%, 15-29 ára 28,8%, 30-44 ára 20,3%, 45-59 ára 11%, 60-74 ára 6,4% og 75 ára og eldri 1,2%.  Tvöföldunartími fólksfjöldans er 44 ár.  Íbúarnir skiptast í Tyrki 88%. Kúrda 10-20%, araba 1,5% og aðra þjóðflokka 0,3%.  Fæðingartíðni er u.þ.b. 22,3 (heimsmeðaltal 25).  Dánartíðni 5,5 (heimsmeðaltal 9,9).  Fjölgun 16,8 (heimsmeðaltal 15,7).  Hver kona á barneignaraldri á 2,6 börn.  Giftingatíðni 7,7.  Skilnaðatíðni 0,5.  Lífslíkur við fæðingu:  Karlar 69,5 ár, konur 74,4 ár.  Helztu dánarorsakir:  Blóðrásar- eða hjartasjúkdómar 369, krabbamein 80, slys og ofbeldi 33, sýkingar og eitranir 24 og aðrir sjúkdómar 60.

Trúarbrögð.
 
Sunni múslimar 80%, Shi’í múslimar u.þ.b. 19,8% (þar af 14% alevi utan rétttrúarkirkjunnar) og kristnir 0,2%.

Helztu borgir
landsins eftir stærð:  Istanbul (8m), Ankara (3m), Izmír (2,1m), Adana (1,1m), Bursa (1,1m), Gaziantep (0,8m) og Konya (0,6m).

Skipting lands
eftir nýtingu:  26,2% skógar, 16,1% engi- og beitiland, 36,1% ræktað land, 21,6% annað land.

Innflutningur.
 
Vélar, óhreinsuð olía, rafmagnsáhöld og tæki, elektrónískur búnaður, farartæki og varahlutir, járn og stál.  Helztu viðskiptalönd:  Þýzkaland, Ítalía, BNA, Frakkland og Bretland.

Útflutningur. 
Vefnaðarvörur og fatnaður, járn og stál, rafmagnsvörur, elektrónískar vörur, ávextir.  Aðalviðskiptalönd:  Þýzkaland, BNA, Rússland, Ítalía, Bretland og Frakkland.

Samgöngur.
 
Járnbrautir 8452 km (1994), fólksbílar 3,3 milljónir, vörubílar og rútur 810 þúsund. Flugvellir með áætlunarflugi 26 (1996).

Menntun.
 
Íbúar eldri en 25 ára:  30,5% án menntunar, 6,6% með ófullkomna grunnmenntun, 40,4% með grunnmenntun, 3,1% með ófullkomna gagnfræðamenntun, 19,1% með gagnfræðamenntun.  Læsi er 82,3% (karlar 91,7%, konur 72,4%).

Heilsugæzla.
 
Einn læknir á hverja 1200 íbúa (1995), eitt sjúkrarúm fyrir hverja 450 íbúa.  Barnadauði við fæðingu 43,2.

Hermál.  Árið 1996 sinntu u.þ.b. 640 þúsund herskyldu (landher 82,2%, sjóher 8%, flugher 9,8%).  Kostnaður vegna hermála 1994 = 4,1% af vergri þjóðarframleiðslu (heimsmeðaltal 3%).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM