Tyrkland sagan I,
Flag of Turkey

SAGAN II Ferđir Jóhönnu Kristjónsd. um islamska heiminn.  

TYRKLAND
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Fyrsta hámenningin í Anatólíu er rakin til hittíta á miđri hásléttunni á tímabilinu 1900-1200 f.Kr.  Svokallađ Sjávarfólk fór eins og logi um akur yfir Litlu-Asíu og Sýrland í lok 12. aldar f.Kr. og tortímdi ţessari menningu og taliđ er, ađ eyđileggingu Trójuborgar megi rekja til ţessa tíma.  Einn hópur ţessa Sjávarfólks, Frýgíumenn, stofnuđu konungsríki, sem varđ hiđ voldugasta í Anatólíu á 9. og 8. öld f.Kr.  Á ţessu tímabili stofnuđu Grikkir borgríkin Miletus, Efesus og Priene og fjölda annarra borga í Jóníu, sem er landsvćđi međfram Eyjahafinu.  Í kringum 700 f.Kr. réđust Kimmerar á konungsríkiđ og lögđu allt í eyđi. 

Kimmerar voru hirđingjar, sem settust síđan ađ í vestanverđri Litlu-Asíu.  Á 7. öld f.Kr. birtust Lýdíar viđ ströndina, ţar sem ţeir stofnuđu konungsríki međ höfuđborginni Sardis.  Cyrus mikli, Persakonungur, lagđi ţađ undir sig áriđ 546 f.Kr.

Tímaskeiđ Persa og Býzantíum.  Frá miđri 6. öld til ársins 333 f.Kr. var mestur hluti Litlu-Asíu, ţ.m.t. Anatólía undir yfirráđum Persa, ţótt mörg grísk borgríki nytu verulegs sjálfstćđis.  Á fjórđu öld f.Kr. dró úr veldi Persa og eftir áriđ 333 f.Kr. náđi stórveldi Alexanders mikla yfir ţetta svćđi.  Á 2. og 1. öld f.Kr. lögđu Rómverjar Litlu-Asíu smám saman undir sig.

Eftir skiptingu Rómarveldis á 4. öld varđ Litla-Asía hluti Austurrómverska ríkisins (Býzantíum) međ höfuđborgina Konstantínópel (núna Istanbul) Evrópumegin viđ Bosporussund andspćnis vesturströnd Anatólíu.  Á 11. öld réđust seldjukar (Tyrkir) inn í Litlu-Asíu.  Áriđ 1071 sigruđu ţeir her Býzantíumanna í orrustunni viđ Manzikert.  Á 12. öld skildu ţeir mestan hluta Austur- og Miđ-Anatólíu eftir í rústum.  Ađalmarkmiđ seldjuka var ekki ađ ráđast gegn Býzantíum, heldur berjast gegn ógn öfgasinnađra shíta múslima (fatímídum frá Egyptalandi) en sumir međlimir höfđingjaćttar seldjuka gengu til liđs viđ hirđingjana til ađ nýta árangur ţeirra.  Ţeir stofnuđu soldánsdćmiđ Rum međ höfuđborgina Konya og réđu Miđ-Anatólíu á 12. ög 13. öld.

Flestir hirđingjanna, sem höfđu átt ţátt í fyrstu sigrum seldjuka, voru hraktir til vesturhluta Anatólíu, ţar sem herjađ var á síđustu varnir Býzantíums.  Soldánsdćmiđ Rum líkti eftir veldi seldjuka í Bagdad og linnan ţess bjó mikill fjöldi kristinna, sem gerđi ţađ ólíkt öđrum múslimaríkjum.  Ţar var góđur grundvöllur fyrir stjórnkerfi og félagslegt umhverfi Ottómana, sem fór ađ ţróast á 14. öldinni.  Mongólar, undir stjórn Genghis Khan, ruddust yfir Litlu-Asíu og eyđilögđu Bagdad og Konya áriđ 1258.  T
urkomanhirđingjarnir í Anatólíu nýttu sér óreiđuna til ađ stofna nokkur furstadćmi innan Rum soldándćmisins, sem mongólar réđu.  Ţessi furstadćmi lifđu á árásum hvert á annađ og síđustu ađalsmenn Býzantíum, sem höfđu leitađ hćlis í Vestur-Anatólíu.

Upphaf Ottómanaveldisins.  Ottómanarnir komu til sögunnar, ţegar foringjar turkomana, sem börđust gegn Býzantíum í Norđvestur-Anatólíu, fóru ađ gera sig breiđa.  Ađstćđur gerđu Osman, forföđur ćttarveldis Ottómana, kleift ađ nýta veikleika Býzantíum til hins ítrasta og fara í öruggar ránsferđir inn á svćđi kristinna.  Ţúsundir hirđingja streymdu til ađ ganga í her hans auk fjölda araba og Írana, sem voru á flótta undan mongólum.  Sigrar Osmans í Anatólíu náđu hámarki, ţegar syni hans, Orhan, tókst ađ leggja undir sig höfuđborgina Bursa áriđ 1326.  Ţar međ náđu ţeir yfirráđum yfir stjórnsýslukerfinu, fjármálunum og hersveitum á svćđinu.  Ţetta var upphafiđ ađ sókn Ottómana inn í kristnu ríkin í vestri, sem voru veik fyrir fremur en ađ ráđast gegn furstadćmum turkomana í austri.  Ottómanar náđu ţeim undir sig međ ţví ađ kaupa land eđa međ mćgđum.  Ţeir sáđu líka frćjum óánćgju og undirferlis međal höfđingjaćttanna, sem stjórnuđu ţeim, og létu ţau liđast sundur innanfrá.

Seint á valdatíma Orhans fóru Ottómanar ađ sćkja inn í Evrópu.  Hermenn ţeirra voru málaliđar, margir framámenn frá Býzantíum, m.a. John VI Cantacuzene, sem kom ár sinni ţannig fyrir borđ, ađ hann varđ konungur Býzantíum áriđ 1347.  Hann samdi sig upp í hásćtiđ međ ţví ađ gefa Ottómönum lausan tauminn á yfirráđasvćđum Býzantíum í Ţrakíu og Makedóníu og Orhan fékk dóttur hans fyrir konu.  Ekki leiđ á löngu ţar til Ottómanar komu sér fyrir á Gallipoliskaganum og herjuđu ţađan á restina af Býzantíumríkinu í Evrópu.

Útţensla furstadćmis Ottómana til stórveldis, sem náđi yfir Suđvestur-Evrópu, Anatólíu og arabaheiminn, tókst í ţremur ađaláföngum á 14.-16. öld.  Fyrra Ottómanaveldiđ, sem náđi frá Dóná ađ Efrat, var árangur Murad I og Bayazid I.  Murad einbeitti sér ađ Evrópu í mörgum herferđum, sem náđu loks alla leiđ ađ Dóná.  Mesta sigur sinn vann hann í orrustunni viđ Kósóvó, ţegar hann sigrađi sameinađa heri serba, bosníumanna og Búlgara.  Murad lét ađ vísu lífiđ ţar en sonur hans, Bayazid, gekk međ sigur af hólmi.  Nćsta áratuginn braut hann hefđir og lagđi undir sig önnur furstadćmi turkomana í Anatólíu.

Ósigur og eindurreisn.  Ţessir landvinningar veiktu grunnstođir Ottómanaríkisins.  Múslimar og Tyrkir, sem höfđu stutt Ottómana til sigra í Evrópu, mótmćltu kúgun trúbrćđra sinna.  Ţeir neituđu ađ taka ţátt í landvinningunum í Anatólíu, sem kristnir málaliđar Bayazids leiddu til lykta.  Ţetta leiddi einnig til ţess, ađ Ottómanar voru komnir óţćgilega nálćgt Tamerlane, mongólska sigurvegaranum, sem var nýbúinn ađ leggja undir sig mestan hluta Írans og Miđ-Asíu.  Tamerlane brá sér yfir til Anatólíu áriđ 1402, sigrađi og handsamađi Bayazid, sem lézt í fangelsi nćsta ár.

Yngsti sonur Bayazids, Muhammad I, endurreisti Ottómanaríkiđ međ ţví ađ sigra og drepa brćđur sína hvern á fćtur öđrum og frá 1402-13 barđist hann viđ höfđingja kristinna og turkomana í Evrópu og Anatólíu.  Sonur hans, Murad II, tryggđi veldi Ottómana á ný í Evrópu, allt norđur ađ Dóná, međ ţví ađ sigra heri fjölda kristinna prinsa frá Serbíu og Búlgaríu, ţar sem hann kom upp eigin stjórnum.  Stefnu hans var fylgt um allt ríki Muhammads II, sem sigrađi síđasta kristna prinsinn sunnan Dónár.

Sigurganga Muhammads II náđi hápunkti, ţegar hann lagđi Konstantínópel undir sig áriđ 1453 og náđi fullum völdum í Anatólíu, allt ađ Efratfljóti.  Bayazid II lét ţar viđ sitja og hćtti landvinningum til ađ koma á reglu í ţessu stóra ríki.  Selim I beitti veldi sínu til ađ sigra og sundra Mamelúkaríkinu áriđ 1517 og leggja undir sig Sýrland, Palestínu, Egyptaland og Arabíu, allt í sömu herförinni, ţannig ađ öll gömlu, islömsku kalífaríkin urđu hluti af Ottómanaveldinu.

Salómon mikli lauk útbreiđslu Ottómanaveldisins međ ţví ađ halda norđur fyrir Dóná til ađ sigra Ungverjaland og setjast um Vínarborg 1529.  Hann náđi einnig undir sig áđur óunnum svćđum í Anatólíu og gömlum svćđum abbasída og seldjuka í Miđ-Írak.

Ottómanaríkiđ.  Ottómanaveldiđ stóđ á hátindi sínum eftir landvinninga Salómons mikla og stjórnsýsla, opinber umsýsla og félagsmál, sem höfđu ţróazt frá 14. öld, voru undirstađa grundvallarlaga, sem giltu allt til endaloka ţessa heimsveldis.  Samkvćmt ţessum lögum skiptist ţjóđfélagiđ í ráđamenn ríkisins og verndađa ţegna (rayas) soldána konungsins.

Konungar ríkisins höfđu óskorađan rétt til ráđstöfunar auđćfa heimsveldisins.  Ţeir skiptu ţeim milli stjórnsýslusvćđa og stofnana og veittu umbođsmönnum sínum rétt til innheimtu skatta.  Ţessir skattheimtumenn voru nefndir “ţrćlar” soldánsins.  Ţrćlar í miđausturlenzkum ţjóđfélögum fengu félagslega stöđu eigenda sinna, ţannig ađ ţrćlar ađalsins voru taldir međal ađalsmanna.  Umbođ ţeirra var samt takmarkađ viđ söfnun skattpeninga.

Ráđamenn byggđu stjórnkerfiđ á fjórum undirstöđum, innra kerfinu, sem annađist soldánana og ytra kerfinu, sem tryggđi virkni allrar stjórnsýslunnar, hernum, sem hélt uppi lögum og reglu, embćttismönnunum, sem ađstođuđu soldánana og ađra ráđamenn viđ álagningu og innheimtu skatta, og trúfélögum og /eđa menningarstofnunum, sem voru í fararbroddi islamskra ţegna og önnuđust menntun ţeirra og fullnćgđu réttlćtinu í öllum málum.  Yfirstéttin eđa ráđamenn skiptust í tvćr andstćđar fylkingar, annars vegar islamska turkomana, araba og Írana, sem voru allsráđandi í ríkinu á 14. og 15. öld, og hins vegar kristna fanga og ţrćla, sem voru sérvaldir úr hópunum, snúiđ til réttrar truer og menntađir í samrćmi viđ hiđ kunna „deyshirme-kerfi”.  Allt frá miđri 16. öld var síđari hópurinn allsráđandi í stjórn ríkisins.

Önnur félagsmál voru í höndum ţegnanna, ađallega í tengslum viđ trúfélög, sem voru kölluđ „millets” og höfđu frjálsar hendur í trú- og menningarmálum.

Hnignun og hefđbundnar umbćtur.  Hnignunar Ottómanaveldisins fór ađ gćta seint á valdatíma Salómons I fram yfir fyrri heimsstyrjöldina.  Opinber viđbrögđ komu í áföngum á löngum tíma, s.s. međ nokkurs konar siđbót frá 1566 til 1907, ţegar reynt var ađ endurvekja gömul gildi og hefđir, og nútímaumbćtur á árabilinu 1807 til 1918 međ innleiđingu nýrra, vestrćnna siđa.

Fram á miđja 16. öld höfđu soldánarnir stjórnađ og notađ tyrkneska ađalinn og „deyshirme-menntađa” kristna trúskiptinga og afkomendur ţeirra og haldiđ ţeim í skefjum međ ţví ađ etja ţeim saman.  Í valdatíđ Salómons náđu hinir síđarnefndu undirtökunum og fóru ađ hygla sér og sínum.  Á ţessum tíma friđar og öryggis fór íbúunum ađ fjölga um of.  Há fćđingatíđni olli loks atvinnuleysi vegna ţess ađ landiđ gat ekki brauđfćtt svo marga og stefnu borgaralegra hagsmunahópa.  Margir atvinnuleysingjar bundust samtökum í fjölda rćningjahópa um allt ríkiđ.

Óhćf, óheiđarleg og gagnslaus ríkisstjórn olli hruni atvinnuveganna og vannýtingu lands.  Ţegnarnir ţjáđust af hungri og pestum og víđa komust óprúttnir menn til valda í héruđum landsins.  Ástandiđ var slćmt en hefđi líklega orđiđ verra, ef trúfélanna (millets) og borgaragildanna hefđi ekki notiđ viđ, ţví ţau tóku víđa ađ sér stjórnina, ţar sem yfirvöld brugđust skyldum sínum.  Á ţessu tímabili var ţróunin í Evrópu í áttina ađ stofnun ţjóđríkja, sem voru mun voldugri en smáríkin, sem gátu ekki myndađ bandalag gegn Ottómanaveldinu á fyrri öldum.

Viđbrögđ Ottómana voru tempruđ vegna ţess hve Evrópumenn voru uppteknir af eigin málum í rúmlega heila öld og fylgdust ekki međ ţessari ţróun, sem hefđi gert ţeim kleift ađ berja rćkilega á ţessum öfluga óvini.  Flestir ráđamenn landsins mökuđu krókinn í ţessu ástandi og rökuđu ađ sér fé.  Ottómanar fylgdust heldur ekki međ ţróuninni í Evrópu, ţannig ađ ţeir sáu enga ástćđu til breytinga og umbóta.

Loks kom ađ ţví, ađ Evrópumenn gerđu sér grein fyrir ástandinu í Ottómanríkinu og fóru ađ ganga á lagiđ.  Áriđ 1571 var floti Heilaga bandalagsins undir forystu John frá Austurríki sendur til Austur-Miđjarđarhafs, ţar sem hann gjörsigrađi flota Ottómana viđ Lepanto.  Ottómanar byggđu sér nýjan flota og náđu aftur yfirráđunum á Miđjarđarhafi nćstu hálfu öldina.  Ţessi sigur leiddi til ţess, ađ auka Evrópumönnum árćđi og sannfćra ţá um, ađ Ottómanar vćru ekki ósigrandi.  Ottómanar stríddu viđ Austurríkismenn á árunum 1593-1606 og urđu í lokin ađ viđurkenna hinn heilaga rómverska keisara sem jafningja og afturkalla kröfu soldánsins um skattgreiđslur frá Austurríki.

Umbćtur og ósigrar.  Ottómanar fóru ekki ađ huga ađ umbótum fyrr en í fulla hnefana, ţegar fór ađ hrikta í stođum ríkisins vegna öflugra árása fjandmanna ţeirra.  Áriđ 1623 lai Shah Abbas I, Íranskeisari, Austur-Írak og Bagdad undir sig og stuđlađi ađ nokkrum uppreisnum turkomana í Austur-Anatólíu.  Viđbrögđ Murads IV, soldáns Ottómana, voru ađ koma meiri festu á stjórnsýsluna og efla herinn.  Hann beitti miskunnarlausri grimmd gegn ţegnum sínum og lét taka ţúsundir af lífi fyrir ađ vanrćkja trú og hefđir.  Honum tókst ađ reka Írana út úr Írak og ná undir sig Kákasussvćđinu áriđ 1638.  Eftirmađur Murads lét sér fátt um finnast og skipti sér ekki af áframhaldandi hnignun.

Stríđ Feneyinga og Ottómana, sem náđi hámarki í sjóárás á Dardanelleyjar, leiddi til valdatöku Köprülü-ćttarinnar, sem beitti sömu ađferđum og Murad VI innanlands viđ afturhvarf til gamalla siđa og hefđa.  Stöđvun hnignunar ríkisins og endurreisn Ottómanaveldisins var síđasta stórvesír Köprülü-ćttarinnar, Kara Mustafa Pasha, hvatning til árása á Vínarborg 1683.  Eftir stutt umsátur sundrađist Ottómanaherinn og hiđ nýja heilaga bandalag Evrópumanna lagđi mikilvćga hluta ríkis Ottómana undir sig.  Friđarsamningarnir í Karlowitz áriđ 1699 stađfestu, ađ Ottómanaríkiđ varđ ađ afhenda Austurríkismönnum Ungverjaland og Transylvaníu, Feneyingum Dalmatíu, Peloponnesus (suđurhluta Grikklands) og mikilvćgar eyjar í Eyjahafi, Póllandi Suđur-Úkraínu og Rússum Azov og lönd norđan Svartahafs.

Ţessi áföll drógu ekki nćgilega úr styrkleika Ottómanaríkisins, sem náđi sér furđufljótt á strik.  Ottómanar birgđu sig upp af evrópskum vopnabúnađi, tileinkuđu sér hernađartćkni Evrópumanna og tókst ađ ná undir sig sumum svćđanna, sem ţeir höfđu orđiđ ađ láta af hendi.  Áriđ 1711 sigruđu ţeir Pétur mikla, Rússakeisara, og neyddu hann til ađ láta af hendi svćđin, sem ţeir töpuđu viđ samningana í Karlowitz.  Í stríđinu viđ Feneyinga og Austurríkismenn á árunum 1714-17 töpuđu Ottómanar Belgrad og Norđur-Serbíu.

Ţessir atburđir urđu til nýs umbótatímabils (1715-30).  Ottómanaherinn var endurskipulagđur og nútímavćddur til ađ koma í veg fyrir frekari ósigra.  Mahmud I (1730-54) hélt ţessu umbótastarfi áfram og međ ađstođ fransks stórkotaliđsforingja, Claude de Bonneval (kallađur Humbarac Ahmed Pasha) voru stórkotaliđssveitir á evrópska vísu.  Í stríđinu viđ Rússa og Austurríkismenn 1736-39 tókst Ottómönum ađ vinna aftur mestan hluta Serbíu og lönd viđ norđanvert Svartahaf.

Í kjölfar ţessara átaka ríkti friđur milli Ottómana og Evrópuríkja, einkum vegna ţess, ađ hinir síđarnefndu voru uppteknir í stríđsrekstri á öđrum vettvangi.  Ţetta logn fékk ráđamenn Ottómanaríkisins til ađ halda ađ hćttan vćri liđin hjá og allt fór í sama horfiđ og fyrr.  Í tveimur styrjöldum á árunum 1768 til 1792 (Rússnesk-tyrknesku stríđin) biđu Ottómanar ósigur og töpuđu ítökum.  Ottómanaríkiđ var á barmi hruns.

SAGAN II

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM