Tyrkland íbúarnir,
Flag of Turkey

  Ferðir Jóhönnu Kristjónsd. um islamska heiminn.  

TYRKLAND
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Tyrkland hefur verið bústaður margra sérstakra þjóðflokka og menninga allt frá dögum hittíta, frígíumanna, assýríumanna, Grikkja, Persa, Rómverja og araba.  Hirðingjarnir, forfeður núverandi Tyrkja, komu frá Mið-Asíu á 11. öld og lögðu undir sig ríki araba og Austurrómverska ríkið (Býzantíum).  Merki um komu þeirra til þessa heimshluta eru áberandi og áþreifanleg tunga og menning og aðdragandi að útbreiðslu islam í fyrrum kristnum ríkjum.  Rúmlega 10% íbúanna síðla á 9. áratugi 20. aldar voru af öðru þjóðerni með eigin sérkenni, einkum Grikkir, kúrdar, arabar, Armenar og gyðingar.Árið 1996 var áætlaður íbúafjöldi Tyrklands 62.484.400 (u.þ.b. 80 manns á hvern km2).  Nærri 69% íbúanna bjó í þéttbýli (45% árið 1945).  Mestu þéttbýlisstaðirnir eru Istanbul og strandlengja landsins.  Lífslíkur frá fæðingu árið 1996 voru 72 ár.

Um mitt ár 1993 voru stærstu borgir landsins Istanbul (7,3 milj.), Ankara (2,7), Izmir (2), Anada (1) og Bursa (-1).  Opinber tunga landsmanna er tyrkneska en 10-15% íbúanna talar aðrar tungur, aðallega kúrdísku og arabísku.

Árið 1928 varð aðskilnaður milli ríkis og trúarbragða, þannig að islam var ekki lengur ríkistrú.  Engu að síður eru 99% íbúanna múslimar, aðallega sunní, þótt stórir hópar shíta séu einnig í suðausturhlutanum.  Kristnir eru aðeins 0,1% íbúanna og gyðingar rúmlega 20.000.

Atatürk byggði upp nútímalegt skólakerfi að evrópskri fyrirmynd og eftirmenn hans héldu áfram á sömu braut.  Listalífið byggist á hefðum Tyrkja, stundum svolítið vestrænt.  Útvarps- og sjónvarpsstöðvar ná nú orðið til afskekktra svæða.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM