Istanbul Tyrkland,
Flag of Turkey


Gullna hornið.

Istanbul
Landslag og lega
  Hagnýtar upplýsingar.

ISTANBUL
TYRKLAND


Dolmabashe-höllin.
Mynd að neðan:  Bláa moskan

.

.

Utanríkisrnt.

Istanbul hét áður Konstantínópel og Býzantíum og meðal forfeðra okkar á víkingaöld var borgin kölluð Mikiligarður.  Hún er stærsta hafnarborg Tyrklands. Fyrrum var hún höfuðborg Býzanska keisaradæmisins og Osmanríkisins en varð höfuðborg lýðveldisins Tyrklands árið 1923.  Gamla, víggirta borgin Instanbul stendur á þríhyrndu nesi milli Evrópu og Asíu.  Stundum var hún brú fyrir austræn áhrif og stundum hindrun í þau 2500 ár, sem hún hefur verið til, og lengstum sú borg heimsins, sem flestir girntust.

Nafnið Býzantíum kann að vera komið af Byzas.  Samkvæmt goðsögninni var hann leiðtogi Grikkja frá borginni Megara.  Her hans hrakti þrakverska bændur brott af nesinu og reisti þar borg árið 657 f.Kr.  Árið 196 e.Kr. eyddi rómverski keisarinn Septimus Severus borginni vegna uppreisnar íbúanna.  Hann endurbyggði hana og nefndi Augusta Antonina til heiðurs syni sínum.  Árið 330, þegar Konstantín mikli gerði hana að höfuðborg sinni, kallaði hann hana Nýju-Róm.  Mynt, sem var slegin í borginni, bar engu að síður nafnið Býzantíum áfram þar til hann skipaði, að því skyldi breytt í Konstantinopolis.

Á 13. öld notuðu arabar orðskrípið Istinpolin um borgina.  Þeim fannst þeir heyra borgarbúa segja „eis ten polin”, sem var í raun og veru gríska, sem þýðir „í borginni”.  Smám saman varð úr þessu nafnið Istanbul.  Það var ekki fyrr en 1930, að póstþjónustan breytti nafninu, en borgin hélt áfram að bera gamla nafnið Konstantínópel.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM