Istanbul hagnýtar upplýsingar Tyrkland,
Flag of Turkey

  Ferðir Jóhönnu Kristjónsd. um islamska heiminn.  

ISTANBUL
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
TYRKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Samgöngur.  Ferðaþjónustan er vaxandi tekjulind fyrir borgina.  Járnbrautir ganga um múra gömlu borgarinnar og Haydarpasastöðin Asíumegin er upphafsstaður lestanna til Bagdad.  Allar stærðir og gerðir báta og skipa bjóðast til sjóferða, smábátar í skemmtiferðir, ferjur og skemmtiferðaskip.  Yesilköyflugvöllur er u.þ.b. 28 km vestan borgarinnar.  Strætisvagnar og rútur annast akstur um borgina og út á land og ferjurnar annast áætlunarferðir alla leið til Kizil Adalar (Prinsaeyja; nokkurra klst. sigling til suðurs).

Stjórnsýslan.  Forseti landsins skipar borgarstjóra Istanbul.  Borginni er skipt í 12 hverfi (kazas), sem kaymakam stjórna.  Í gömlu borginni eru Eminönü og Fatih.  Evrópumegin eru eyüp, Gakirkoy, Beyoglu, Sisli, Besiktas og Sariyer og Asíumegin Beykoz, Üsküdar, Kadiköy og Adalar.

Vatn og rafmagn.
  Neyzluvatnið í Istanbul er blandað klór og síað og sömu sögu má segja um klóakið.  Hvorgugt kerfið hefur við fólksfjölguninni.  Vatnsskortur gerir einkum vart við sig á sumrin, þegar árnar þorna upp, en þess er gætt að lúxushótelin fái nægar birgðir.  Rafmagnsframleiðsla hefur verið aukin til að mæta auknum kröfum iðnaðarins.  Heilsugæzlu er að finna víða um borgina og þar eru u.þ.b. 70 sjúkrahús og helmingur þeirra í einkarekstri.

Menntun.  Fyrsta háskóli borgarinnar stofnaði Teodosius II árið 425 og Istanbulháskóli tók við árið 1453.  Nú eru starfræktar bókmennta-, vísinda-, læknisfræði- og skógræktardeildir í honum.  Tækniháskólinn er Galatamegin við Gullna hornið sem og Listaakademían, tækniskólinn og verzlunarskólinn.  Erlendir skólar eru líka starfandi í borginni, s.s. American Robert College fyrir drengi (1863) og American College fyrir stúlkur (1871), báðir við Bosporus.

Menningarlífið.  Menningarhöllin er mikilvæg fyrir listalífið í borginni.  Þar er hljómleikasalur, listasalur og tvö leikhús.  Hún hýsir synfóníuhljómsveitina og borgaróperuna.  Borgarleikhúsið rekur nokkur leikhús og fjöldi leikhópa er starfandi.  Mörg félög lærðra manna og rannsóknarstofnanir eru í borginni, þ.á.m. Landfræðistofnunin (Cografya Enstitüsü), Þýzka og Franska fornminjastofnunin og Tyrkneska þjóðsagnastofnunin (Türk Halk Bilgisi Dernegi).  Kjarnorkurannsóknarmiðstöðin er í Küçük Çekmece.

Víða í borginni eru einka- og almenningsbókasöfn.  Köprülüsafnið (1677) er lítið en varðveitir dýrgripi frá snemmottomanatímanum og handrit, sem eru rúmlega 1000 ára.  Margar moskur borgarinnar, hallir og minnismerki eru söfn.  Önnur áhugaverð söfn eru m.a. Fornminjasafnið, Tyrkneska listasafnið og Hersafnið.  Útileikhúsið er nú almenningsgarður auk margra annarra, s.s. í opnu vatnstönkunum, sem voru hluti af vatnsveitu borgarinnar fyrrum.  Sumir þessara tanka eru að hluta yfirbyggðir og eru kallaðir Çukur Bostan, Holu garðarnir.

Afþreying.  Knattspyrna er vinsæl íþrótt og borgin státar af þremur leikvöllum, Mithatpasa, Fenerbahçe og innivöllurinn Spor ve Sergi Sarayi.  Auk þessara valla er öðrum íþróttum líka sinnt, s.s. tennis, skilmingar, fjallgöngur, Hestasport, golf og vatnaíþróttir.  Florya og Ataköy eru vinsælar baðstrendur við Marmarahafið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM