Miðjarðarhaf,


MIÐJARÐARHAF
.

.

Utanríkisrnt.

Miðjarðarhaf er innhaf, sem tilheyrir Evrópu, Asíu og Afríku.  Það gengist Atlantshafi um Gíbraltarsund í vestri.  Rómverjar þekktu það undir nafninu Mare Nostrum (Hafið okkar) og það er næstum alveg landlukt.  Það er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir fyrrum Sovétlýðveldin við Svartahaf, sem hafa aðgang að því um Bosporus, Marmarahafið og Dardanellsundið.  Það er líka mikilvægt fyrir Evrópu og Ameríku, sem eiga aðgang að olíunni í Lýbíu og Alsír og á Persaflóasvæðinu um það og Súesskurðinn auk olíuleiðslnanna.

Flatarmál Miðjarðarhafsins er í kringum 2,5 milljónir ferkílómetra.  Lengd þess frá vestri til austurs er 3860 km og hámarksbreidd þess 1600 km.  Það er að mestu grunnt, meðaldýpið er 1500 m en hámarksdýpi er 5150m fyrir suðurströnd Grikklands.

Það er leifar risastórs, forns hafsvæðis, sem var kallað Tethys.  Það lokaðist næstum í geysilegum jarðskorpuhreyfingum óligósentímans fyrir 30 milljónum ára, þegar flekar Afríku og Evrasíu rákust saman.  Flekarnir nuddast enn þá saman og valda eldgosum í Etnu, Vesúvíusi og Stromboli og tíðum jarðskjálftum, sem valda miklu tjóni á Ítalíu, í Grikklandi og Tyrklandi.

Neðansjávarhryggur milli Túnis og Sikileyjar skiptir því í austur- og vesturhluta.  Annar hryggur frá Spáni til Marokkó liggur um Gíbraltarsund.  Það er aðeins 300 m djúpt og dregur verulega úr áhrifum flóðs og fjöru eins og gerist í Atlantshafi.  Uppgufun úr Miðjarðarhafinu er mikil og hún veldur því, að það er mun saltara en Atlantshafið.

Malta og Sikiley réðu siglingaleiðunum um Sikileyjarsund og Messínasund.  Aðrar stórar eyjar eru Baleareyjar (Sp), Korsíka (F), Sardinía (I), Kýpur (G+T), jónísku eyjarnar Cyclades og Dodecanese og Eyjahafseyjarnar (G).  Flóar og firðir Miðjarðarhafsins eru m.a. Tyrrheníahaf (vestan Ítalíu), Adríahaf (milli Ítalíu og Balkanskagans) og Eyja- og Jóníska hafið (undan ströndum Grikklands).  Barcelona (Sp), Marseille (F), Genóa, Trieste (I), Alexandría (E) og Haifa (Is) eru mikilvægar hafnarborgir við Miðjarðarhafið.  Helztu árnar, sem falla til þess eru Ebró (Sp), Rón (F), Pó (I) og Níl (E).


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM