Tyrkland,
Flag of Turkey


TYRKLAND
LITLA - ASÍA
ANATÓLÍA

Map of Turkey
.

.

Utanríkisrnt.

Litla-Asía er hluti af heimskorti fornmanna og náđi í grófum dráttum yfir núverandi asíska hluta Tyrklands eđa Anatólíuskaga.  Nokkur hinna fyrstu steinaldarbyggđa í Miđausturlöndum hafa veriđ uppgötvađar í Litlu-Asíu.  Einhver áhugaverđasti fundarstađurinn er viđ Catal Huyuk í grennd viđ Konya, ţar sem munir hafa veriđ raktir 11.000 ár aftur í tímann.

Fornríki innfćddra.  Hittítar voru helzti ţjóđflokkurinn á miđju ţessu svćđi eftir ađ bronsöld lauk á tímabilinu 1900-1200 f.Kr.  Ţegar ríki ţeirra var sem stćrst náđi ţađ yfir mestan hluta Anatólíuskaga og ógnađi veldi Egypta.  Innrásarherir „Sjávarfólksins” lögđu ţađ í rúst á leiđ sinni yfir Litlu-Asíu og Sýrland í lok 12. aldar f.Kr.  Líklega var anatólíska borgin Trója eyđilögđ á ţessu tímabili.

Einn ţjóđflokka „Sjávarfólksins” kom sér upp konungsríki, sem varđ allsráđandi í Anatólíu á 9. og 8. öld f.Kr.  Einn konunga ţess, Midas, er grísk ţjóđsagnapersóna, sem hafđi ţann ágalla, ađ allt, sem hann snerti varđ ađ gulli.  Hittítamenningin dó ekki út.  Hún varđveittist í Karkemish, Milid (núverandi Malatya í Tyrklandi) og öđrum smáríkjum í austanverđri Anatólíu til 700 f.Kr.  Á ţessu tímabili stofnuđu Grikkir Miletus, Efesus og Prienu og fjölda annarra smáborga í Jóníu, svćđi međfram Eyjahafi.  Um 700 f.Kr. réđust kimmerar á frígíska konungsríkiđ og lögđu ţađ í rúst.  Kimmerar voru hirđingjar, sem tóku sér síđan búsetu í vesturhluta Litlu-Asíu.  Á 7. öld f.Kr. komu Lýdíar einnig ađ Eyjahafsströndum, ţar sem ţeir stofnuđu konungsríki međ Sardis sem höfuđborg.  Grískir rithöfundar segja ţá hafa veriđ fyrstu ţjóđina til ađ slá mynt.  Persar, undir stjórn Cyrus mikla, hröktu síđasta konung ţeirra, Krösus, sem var frćgur fyrir auđ sinn, frá völdum áriđ 546 f.Kr.


Erlend yfirráđ.  Frá miđri 6. öld til 333 f.Kr. var mestur hluti Litlu-Asíu undir yfirráđum Persa, ţótt mörg grísk borgríki nytu talsverđs sjálfrćđis.  Á 4. öld f.Kr. dró úr veldi Persa og eftir 333 f.Kr. náđi veldi Alexanders mikla yfir svćđiđ.  Ađ honum látnum skiptist ríki hans milli fylgjenda hans.  Litla-Asía féll konungi Sýrlands í skaut ađ Lýkíu og Karíu á suđurströndinni undanskildum.  Ţćr voru undir stjórn tólómea í Egyptalandi.  Á 3. öld f.Kr. urđu Biţynía og Pontus í norđur- og austurhlutunum sjálfstćđar.  Keltneskir innrásarmenn komu sér fyrir í miđri Litlu-Asíu, sem var síđar nefnd Galatía, og konungsríkiđ Peramum var stofnađ á strönd Eyjahafs.  Á 2. og 1. öld f.Kr lögđu Rómverjar Litlu-Asíu smám saman undir sig.  Flestir hlutar hennar blómstruđu á valdatíma ţeirra og grísk menning dafnađi í borgunum.

Miđaldir og nútíminnEftir skiptingu Rómarveldis á 4. öld varđ Litla-Asía hluti Austur-rómverska eđa Býzanska keisaraveldisins međ Konstanínópel sem höfuđborg (Býzantíum) Evrópumegin Bosporussunds.  Á 8. ög 9. öld gátu menn ferđast óhindrađ um Anatólíu og gengiđ í her Býzanska keisaradćmisins, sem byggđist ađallega á málaliđum.  Á 11. öld réđust seldjúkar (Tyrkir) inn í Litlu-Asíu og austurhlutinn varđ ađ mestu tyrkneskur.  Á 14. og 15. öld náđu Ottómanar (Tyrkir) öllum skaganum undir sig og héldu honum ţar til lýđveldiđ Tyrkland var stofnađ 1923.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM