Bursa Tyrkland,
Flag of Turkey


BURSA
TYRKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Bursa, áður Prusa, Brusa eða Brussa, er borg í Norðvestur-Tyrklandi tengd Mudanya, hafnarborg við Marmarahaf með járnbraut.  Bursa er höfuðborg samnefnds héraðs.  Um borgina liggja þrjú gil, sem eru víða brúuð.  Kastalarústir uppi á klettabelti í miðborginni markar hina fornu Prusa.  Borgin er þekkt fyrir moskur sínar, sem sýna byggingarstíla býzkanska tímabilsins, Persa og araba, fyrir brennisteinshveri og böð og fyrir grafhýsi með jarðneskum leifum soldána Ottómana á fyrri hluta skeiðs þeirra.  Silkivefnaður og handklæða og mottuframleiðsla eru meðal aðalhandverks borgarinnar.  Prusias I frá Biþyníu stofnaði borgina á 3. öld f.Kr. og gerði hana að konunglegri höfuðborg.  Síðar komst hún undir yfirráð Rómverja og Býzantíumanna.  Orhan, sonur annars soldáns Tyrklands, náði borginni á sitt vald árið 1326 og gerði hana að höfuðborg Ottómanaríkisins.  Árið 1361 flutti Murad, sonur Orhans, setur konungs til Adrianopel (nú Edirne).  Tatarar lögðu borgina í rúst árið 1402 og janissarar brenndu hana til grunna árið 1607.  Á árunum 1921-22, í grísk-tyrkneska stríðinu, var talsvert barizt í og umhverfis borgina.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega 1 miljón.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM