Izmir Tyrkland,
Flag of Turkey


IZMIR
TYRKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Izmir, áður Smyrna, er hafnarborg í Vestur-Tyrklandi, höfuðborg samnefnds héraðs í botni Izmirflóa.  Hún er ein aðalhafnarborga Tyrklands og frá henni kvíslast járnbrautir.  Izmir er miðstöð viðskipta og iðnaðar (litarefni, sápa, vefnaðarvara, matvara og tóbak).  Meðal aðalútflutningsvöru eru teppi, matvæli og jarðefni.  Aegean-háskólinn var stofnaður 1955.

Grískur þjóðflokkur, eólar, stofnuðu borgina á 11. öld f.Kr.  Jónar náðu henni fyrir árið 688 f.Kr.  Síðar á sömu öld komu lýdíar frá Litlu-Asíu og eyðilögðu Smyrnu.  Antigonus I, konungur Makedóníu, endurbyggði hana á 4. öld f.Kr. og síðar lét herstjóri Alexanders mikla, Lysimachus, víggirða hana og fegra.  Eftir að Rómverjar lögðu hana undir sig varð hún miðstöð kristninnar (Opinberun Jóhannesar 1:11).  Á fjórðu öld eftir Krist varð Smyrna hluti af býzanska keisaradæminu og Tyrklands.  Árið 1402 skildu mongólar (Tamerlane) hana eftir í rústum og eftir 1424 var hún hluti af Ottómanaríkinu.  Grikkir gerðu kröfu til Smyrnu eftir fyrri heimsstyrjöldina og samkvæmt samningunum í Sevres (1920) fengu þeir hana ásamt svæðinu umhverfis hana í fimm ár.  Tyrkir, sem tóku Smyrnu af Grikkjum 1922, mótmæltu veru hersetu þeirra.  Tyrkir fengu opinberlega yfirráð yfir borginni með samningunum í Lausanne (Sviss) árið 1923.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæpar 2 miljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM