Bosporus Tyrkland,
Flag of Turkey


BOSPORUS
TYRKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Bosporus er sundið milli SA-Evrópu og Suvestur-Asíu og tengir Svartahaf við Marmarahaf.  Það skiptir líka Tyrklandi, en smáskiki þess er Evrópumegin (Istanbul).  Sundið er u.þ.b. 32 km langt og milli 1 og 2½ km breitt.  Stríðir straumar gera siglingar um það erfiðar.  Báðum megin er fjöldi áhugav. staða, rústa, þorpa og skóglendis.  Við suðurenda þess er Gullna hornið, höfn Istanbul, sem er einhver rúmbezta náttúruhöfn heims.  Árið 1973 var 1079 m hengibrú opnuð milli heimsálfanna yfir sundið.

Bosporus þýðir Nautavað á grísku og kemur úr þjóðsögunni um meyna Io, sem synti yfir sundið eftir að henni hafði verið breytt í kvígu.  Í fornöld og á miðöldum fór mestur hluti viðskipta milli landa við Miðjarðarhaf og Svartahaf um sundið og enn þá er það mikilvæg siglingaleið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM