Sýrland,
Flag of Syria


Palmyra

  Meira  

SÝRLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Map of Syria

Sýrland er arabaríki við botn Miðjarðarhafsins.  Norðan þess er Tyrkland, Írak til suðausturs og austurs, Jórdan til suðurs og suðvesturs og Ísrael til suðvesturs.  Mikil stjórnmálaleg ólga hefur verið í landinu allt frá síðari heimsstyrjöldinni.  Hernaðarleg lega þess og talsverður herstyrkur gera það stjórnmálalega mikilvægt í þessum heimshluta, þótt það sé einunis 185.179 km² að flatarmáli og efnahagslegt mikilvægi þess sé óverulegt.  Landslag, loftslag og gróður eru mismunandi eftir landshlutum.  Fjallgarðar gnæfa yfir vestur- og suðvesturjöðrum landsins og skilja mjóa strandlengjuna frá innlandinu.  Anti-Líbanonfjöllin eru hæst og skilja Sýrland frá Líbanon.  Þar snjóar á hæstu tinda á veturna.  Að öðru leyti er mestur hluti landsins háslétta.  Á strandlengjunni er veður hlýtt og rakt á sumrin og vetur eru mildir og nægilega úrkomusamir til ræktunar án áveitna.  Inni landi eru vetur kaldir, einkum í norðurhlutanum og sumrin eru mjög heit, einkum í austurhlutanum.   Innlandið er að mestu eyðimörk eða hálfeyðimörk og engar stórar ár eiga þar upptök sín.

Stærstu árnar, Efrat og Orontes, sem koma báðar upp utan landamæranna, í Tyrklandi og Líbanon, eru mjög mikilvægar vegna áveitna og neyzluvatns.  Stór stífla var byggð við Efrat árið 1973 til að opna ný landbúnaðarsvæði og framleiða rafmagn.  Aðgangur að vatni ræður búsetu íbúanna.  Lungi íbúanna (11 milljónir árið 1987) býr við strönd Miðjarðarhafsins milli hafnanna í Latakia og Tartus og á norður-suður svæði milli Damaskus, höfuðborgarinnar, og Aleppo, sem er næststærsta borgin.  Landið er mjög strjálbýlt annars staðar.
.
ANTILÍBANONFJÖLL
DAMASCUS
EFRATFLJÓT
GÓLANHÆÐIR
HALAB
HAMAH
HERMONFJALL
HIMS
LATAKIA
ORONTESÁIN
SÝRLENZKA EYÐIMÖRKIN

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM