Orontes-áin
í Suðvestur-Asíu myndar hluta landamæra Líbanons og Sýrlands og
Tyrklands og Sýrlands. Hún
kemur upp nærri borginni Baalbek í Líbanon og streymir í norðurátt
um Bekadalinn til Sýrlands. Þar
heldur hún áfram til norðurs að borginni Antakya (Antioch) í
Tyrklandi og síðan vestur til Miðjarðarhafs.
Heildarlengd hennar er í kringum 400 km.
Áveitulón í Sýrlandi gerir kleift að veita vatni yfir frjósaman
árdalinn. Í fornöld var
árdalurinn hliðið milli Litlu-Asíu og Egyptalands. |