Hims Sýrland,
Flag of Syria


HIMS
SÝRLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Hims er borg í vesturhluta Sýrlands við Orontesána.  Til forna hét hún Emesa og þar var hof sólguðsins.  Rómverski keisarinn Heliogabalus var frá Hims og var þar fyrrum einn prestanna í hofinu.

Borgin varð að rómverskri nýlendu, þegar Kalikúla var keisari snemma á þriðju öld.  Lucius Domitius Aurelian sigraði uppreisnarher Zenobíu, drottningar af Palmýru, við Hims árið 273.  Árið 636 náðu arabar borginni.  Iðnaður borgarinnar byggist aðallega á silki.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var 537 þúsund.
Mynd:  Latakia.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM