Latakia
(einnig Al Ladhiqìyah) er höfuðborg Latakia-héraðs við Miðjarðarhaf.
Hún er miðstöð viðskipta fyrir landbúnaðarhéruðin
umhverfis hana og er kunn fyrir Latakia-tóbakið, sem er ræktað í
grenndinni. Latakia er
mikilvægasta hafnarborg Sýrlands og þar er helzt skipað út baðmull,
ávöxtum og tóbaki. Tichreen-háskóli (1971).
Latakia
var líklega stofnuð á þriðju öld f.Kr. og var undir stjórn Fönikíumanna
og Rómverja. Býsantínumenn,
krossferðariddarar, arabar og Tyrkir náðu
henni oft á sitt vald.
Á milli heimsstyrjaldanna réðu Frakkar borginni.
Árið 1942 var hún innlimuð í Sýrland.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var 303 þúsund.
|