Halab
eða
Aleppo (fyrrum Beroea) er höfuðborg Aleppo-héraðs.
Borgin er á hásléttu (427m) miðleiðis milli Miðjarðarhafs
og Efratárinnar. Hún er næststærst
borga Sýrlands og mikilvæg miðstöð viðskipta með landbúnaðarafurðir.
Þar eru líka verksmiðjur, sem framleiða teppi, silki-, baðmullar-
og ullardúk, silfur- og gullmuni, leðurvörur og útsaumsvörur.
Borgin
skiptis í gamla og nýja hluta. Gamli
hlutinn er umgirstur borgarmúrum frá miðöldum.
Meðal áhugaverðra bygginga borgarinnar eru nýja virkið, umkringt
síkjum, uppi á 61 m hárri hæð og Sakaríasmoskan, þar sem faðir
Jóhannesar skírara liggur líklega grafinn.
Í borginni eru nokkrir evrópskir skólar, kristnar kirkjur
og trúboðsstöðvar. Halabháskóli
var stofnaður árið 1960. Borgin
er tengd Damascus og Beirut (Líbanon) með járnbrautum og Írak, Kúrdistan
og Tyrknesku-Armeníu um leiðir úlfaldalesta.
Á þriðju öld varð Halab mesta verzlunarmiðstöð milli Evrópu
og Austurlanda. Saga
borgarinnar, sem var aðsetur hittíta fyrir árið 1000, er samofin sögu
Sýrlands. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1994 var rúmlega 1,5 milljónir. |