Hamah Sýrland,
Flag of Syria


HAMAH
SÝRLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Hamah er borg í miðvesturhluta Sýrlands við Orontesána.  Helztu framleiðsluvörur borgarinnar og nágrannasvæðanna eru korn og ullar-, silki- og baðmullardúkur.  Þessarar borgar er oft getið í biblíunni sem Hamath og hún var fyrrum mikilvæg miðstöð hittíta.

Í febrúar 1982 var þar gerð uppreisn gegn ríkisstjórninni undir forystu múslimska bræðralagsins.  Þar féllu líklega 5000 manns, þegar stjórnarherinn bældi uppreisnina niður.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var 273 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM