Hamah
er borg í miðvesturhluta Sýrlands við Orontesána.
Helztu framleiðsluvörur borgarinnar og nágrannasvæðanna eru
korn og ullar-, silki- og baðmullardúkur.
Þessarar borgar er oft getið í biblíunni sem Hamath og hún
var fyrrum mikilvæg miðstöð hittíta.
Í
febrúar 1982 var þar gerð uppreisn gegn ríkisstjórninni undir
forystu múslimska bræðralagsins.
Þar féllu líklega 5000 manns, þegar stjórnarherinn bældi
uppreisnina niður.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var 273 þúsund. |