Hermonfjall
(Jabal ash-Shaykh; Höfðingjafjall) tilheyrir Anti-Líbanonfjallgarðinum
á landamærum Sýrlands og Líbanons.
Það rís hæst í 2814 m yfir sjó.
Þetta er ægifagurt fjall og hefur verið efniviður í ljóðagerð
á hebresku. Rústir fornra
hofa eru í hlíðum fjallsins og eitt þeirra má líklega rekja til
semítíska guðsins Baal. Grískar
ristur eru víða á hofrústum. Hermonfjall
er einn staðanna, sem er tilgreindur í tengslum við umbreytingu
Krists.
Allt
frá sexdagastríðinu hafa u.þ.b. 100 km² suður- og vesturhlíða
fjallsins ásamt Gólanhæðum verið undir yfirráðum Ísraela.
Bæði löndin hafa herstöðvar í hlíðunum. |