Gólanhæðir,
Flag of Syria


GÓLANHÆÐIR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Gólanhæðir eru umdeilt svæði í Suðvestur-Sýrlandi, sem Ísraelsmenn tóku í sexdagastríðinu árið 1967 (opinberlega hernumið 1981).  Svæðið, sem hæðirnar ná yfir, er 1250 km² og er ofan Jórdandalsins.  Á árunum 1948-67 og aftur fram að 1973, þegar Ísraelsmenn tóku það á ný, höfðust þar við leyniskyttur og stórskotalið araba, sem gerðu árásir á Ísrael.  Nokkrar byggðir Ísralesmanna voru reistar þar eftir hernámið 1967.  Árið 1981 innlimaði Ísrael Gólanhæðir en Sýrlendingar og Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu ekki þá aðgerð.

Staðan í málum Gólanhæða er veigamikið atriði í samskiptum Sýrlands og Ísraels.  Hæðirnar gefa Ísraelum mikilvæga hernaðarstöðu gegn Sýrlendingum, bæði til varnar og sóknar, auk yfirráða yfir ánum, sem renna til Tiberiasvatns og Jórdanánni.  Sýrlendingar krefjast þess, að þeir fái yfirráðin á ný en Ísraelar hafa stungið upp á sameiginlegri stjórn þar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM