Grikkland,
Greece Flag

Meira

GRIKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Sendiráð og ræðismenn

Booking.com

Map Of Greece

Grikkland hefur löngum verið kallað vagga vestrænnar menningar og ferðaland fróðleiksfúsra ferðamanna.  Nú á dögum flykkist þangað æ fleira fólk, sem sækist meira eftir afslöppun og afþreyingu og fögru landslagi en menningu, þótt flestir blandi þessu nokkuð saman.  Eyjahafið laðar til sín mikinn fjölda ferðamanna, sem kunna að meta gestrisni íbúanna og tiltölulega lítt snortna náttúru eyjanna.
Það er óhætt að fullyrða, að fá lönd við Miðjarðarhafið búi yfir jafnfjölbreyttri náttúrufegurð og Grikkland.  Krít í Eyjahafi er ekki einungis gífurlega vinsæll ferðamannastaður, heldur syðsti punktur Evrópu.  Helztu landslagsdrættir landsins eru fjöll og dalir, sem eru umgirtir hafi nema 0 km og nyrzt u.þ.b. 100 kmað norðan og alls staðar er loftslagið þægilegt, þótt vel geti stundum hitnað í kolunum.  Eyjahafið er austan landsins og Jónahaf vestan þess.  Í Suður- og Mið-Grikklandi er fjarlægð til sjávar aldrei meiri en 50 km og nyrzt u.þ.b. 100 km.

Strönd landsins er mjög vogskorin og u.þ.b. 15.021 km löng (11.000 km tilheyra rúmlega 2000 eyjum landsins).  Landamæri landsins eru 1170 km löng, 247 km að Albaníu, 246 að Júgóslavíu fyrrverandi, 475 að Búlgaríu og 203 km að Tyrklandi.  Landið skiptist í 10 héruð og 51 sýslur (Nomi), sem skiptast í 147 sveitarfélög (Eparchi).  Fjöldi þorpa og bæja er 264 og sókna 5762.  Heildarflatarmálið er tæplega 131.990 km² og íbúafjöldinn u.þ.b. 10 milljónir.  Eyjar landsins ná yfir u.þ.b. 25.166 km², þannig að flatarmálið á meginlandinu er lítið eitt meira en Íslands.  Munkaríkið Athos hefur heimastjórn.

Eftir að hernum var vikið frá völdum og konungurinn rekinn úr landi árið 1974 varð Grikkland að lýðveldi.  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1975 kýs þingið forseta með auknum meirihluta (2:1) og hann hefur óvenjulega mikil völd miðað við flest önnur lönd Evrópu.  Hann samþykkir forsætisráðherra og stjórnir landsins, getur rofið þing við ákveðin skilyrði og sett lög í neyðartilfellum.  Þingmennirnir 300 eru kosnir í almennum kosningum.  Helztu stjórnmálaflokkar landsins eru Nýja lýðræðið (Néa Dimokratía) og Samhellenska sósíalistahreyfingin.  Þar að auki eru minni flokkar, Sameinuðu miðflokkarnir, Kommúnistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn.

Grikkland varð fullgildur aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu 1981 (nú Evrópusambandið).  Það er í Sameinuðu þjóðunum, NATO auk fjölda annarra alþjóðlegra stofnana.

.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM