Ródos Grikkland,
Greece Flag

Meira

RÓDOS
GRIKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

Ródos (Rhodos, Ródhos, Dodekanes) er 1398 km˛ ađ stćrđ og nćr frá sjávarmáli upp í 1215 m hćđ.  Hún er međal vinsćlustu ferđamannastađa viđ Miđjarđarhafiđ.  Hún var uppáhaldseyja gríska guđsins Appolons.

Hún tilheyrir
Tylftareyjum, sem eru hluti af Syđri Sporadeseyjum.  Ţćr eru alls fjórtán, ţ.m.t. Ródos, Kos, Samos og Patmos.  Tyrkir réđu ţeim til 1912, Ítalía til 1947, en ţá fengu Grikkir yfirráđin. Stundum er hún kölluđ Rođey eđa Róđa. Nafniđ er dregis af rósinni, uppáhaldsblómi guđsins Apollons.

Seifur skipti heiminum milli guđanna, en gleymdi sólguđnum Helíosi.  Hann fékk síđan Ródos sem sáttargjöf.  Nafn eyjarinnar er dregiđ af nafni gyđjunnar Roda, dóttur sjávarguđsins Póseidons.  Helíos varđ ástfanginn af gyđjunni og átti međ henni synina ţrjá:  Lindos, Kámeiros og Ialyssós.  Ţrjár borgir á eyjunni eru nefndar eftir ţeim.


Áriđ 408 f.Kr. var höfuđborgin reist eftir skipulagi hins ţekkta byggingarmeistara Hippodamos frá Milet og á 4. öld f.Kr. var hún orđin mikilvćgari verzlunarborg en Aţena.  Kennimerki hennar var eitt af sjö undrum veraldar, 32 m há bronzstytta af sólguđnum Helios, sem var reist sem viti á 10 m háum stöpli viđ innsiglinguna í höfnina á árunum 304-292.  Listamađurinn, sem skóp hana, var Chares frá Lindos.  Áriđ 225 f.Kr. hrundi hún í jarđskjálfta.  Eyjan var byggđ ţegar á snemmsteinöld en blómaskeiđ hennar hófst ekki fyrr en dórískir Grikkir lögđu hana undir sig. 

Borgirnar ţrjár, Lindos, Ialysos og Kameiros tilheyrđu Hexapolis, Dóríska sexborgasambandinu, sem féll í hendur Persa á 6. öld f.Kr.  Á 5. öld f.Kr. tengdist Ródos Attíska sambandinu.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM