Dodecanesus
er eyjaklasi suðaustan Grikklands í Eyjahafi milli suðvesturstrandar
Tyrklands og Krítar. Nafn
þeirra þýðir tólf eyjar en klasinn nær yfir u.þ.b. 50 eyjar og hólma.
Þær eru hérað í Grikklandi og stærri hluti þess er betur
þekktur sem Suður-Sporadeseyjar.
Heildarflatarmál eyjaklasans er 2663 km².
Aðeins fjórtán eyjanna eru byggðar allt árið.
Hinar mikilvægustu þeirra eru Ródes, Kos og Kárpathos. Ródesborg er höfuðborg eyjaklasans. Hinar byggðu eyjarnar eru Kálimnos, Léros, Nísiros, Pátmos,
Kastlelórizon, Astipálaia, Kásos, Khálki, Tílos og Lípsos.
Árið 1981 var Íbúafjöldinn rúmlega 145 þúsund.
Landbúnaður er aðalatvinnuvegur eyjaskeggja og mest er ræktað
af tóbaki, ólífum, vínberjum, glóaldinum auk annarra ávaxta og grænmetis.
Nokkrar þessar eyja byggðust
á tímum Forngrikkja og voru í ljósi hellensku menningarinnar um
aldir. Síðar urðu þær
hluti af Rómarveldi og eftir skiptingu þess féllu þær Býzans í
skaut. Árið 1522 tóku
Ottómanatyrkir eyjarnar og Ítalar tóku þær af þeim árið 1912.
Í síðari heimsstyrjöldinni (1943) hernámu Þjóðverjar
eyjaklasann. Bretar réðu
þeim eftir stríð en létu Grikkjum þær eftir árið 1947. |