Jónaeyjar Grikkland,
Greece Flag


JÓNAEYJAR
GRIKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Jónaeyjar í Jónahafi eru eyjaklasi og hérað í Grikklandi fyrir vesturströnd landsins.  Aðaleyjarnar eru Kefallinía (Kefalónía), Kérkira (Korfu), Zákinthos (Zante), Levkás og Itháki.  Eyjarnar eru að mestu fjalllendar og loftslagið er heitt og rakt.  Eyjaskeggjar rækta smergil (rúsínur), ólífur, korn, ávexti, vínber, grænmeti og kvikfé.  Iðnaðurinn byggist á fiskveiðum, skipasmíði og sápugerð.  Höfuðstaðurinn Kérkira (íbúafj. 1981 tæpl. 36 þús.) á samnefndri eyju er stærsta þéttbýli eyjanna.  Heildarflatarmál þeirra er 2307 km².

Fyrstu landnemar eyjanna voru Grikkir en síðar urðu þær hluti Rómarveldis og Býzans.  Feneyingar réðu eyjunum frá 1386 til 1797, þegar Frakkar tóku við.  Árið 1799 fengu Rússar og Tyrkir yfirráðin.  Frá árinu 1800 til 1807 voru þær sjálfstætt ríki en þá tóku Frakkar við til 1814, þegar þær urðu brezkt verndarsvæði.  Bretar réðu þeim til 1864, þegar þær urðu hluti af Grikklandi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM