Olympusfjall Grikkland,
Greece Flag


OLYMPUSFJALL
GRIKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

Olympusfjall (2917m), hæsta fjall Grikklands, stendur á landamærum Þessalóníku og Makedóníu í Norður-Grikklandi, ófjarri Eyjahafi.  Í gömlum, grískum goðsögnum var það heimili guðanna og hallir þeirra voru á tindinum.  Byggingameistari þeirra var Hefestus, guð málmsmíði.  Hliðið að bústað guðanna var rof í skýjunum og þess gættu árstíðagyðjurnar.  Hásæti Seifs var á Olympusfjalli.  Hann og hinir guðirnir lifðu á nektar og ambrósíu og nutu töfrandi tónlistar musanna.  Aðalguðirnir tólf voru Seifur og kona hans Hera, bræður hans Póseidon (sjávarguð) og Hades (guð Heljar), systir hans Hestía (heimilisgyðja) og börn hans

Aþena (vizkugyðja), Ares (herguð), Apollo (sólguð), Artemis (mána- og veiðigyðja), Afródíta (ástargyðja), Hermes (sendiboði guðanna) og Hefestus.  Síðar fluttu grískir söguritarar bústað guðanna til staðar á hvelfingunni, þar sem gætti ekki snjós og storma og sífelld birta ríkti.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM