Dodona Grikkland,
Greece Flag

 


DODONA
GRIKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Dodona er fornasti helgidómur Grikkja á Epirus-svæðinu inni í landi, u.þ.b. 80 km austan Korfu.  Grísk goðafræði segir þennan stað helgaðan Seifi og hjákonu hans Díönu.  Hofprestarnir skýrðu blæinn í gömlu eikartré, atferli dúfna á greinum þess, hljóm pjáturpotta, sem héngu í því og hjalið í gosbrunni sem svör Seifs.  Bæði Hómer og Hesiod nefna Dodona.  Véfréttin þar var ein hin virtasta í fornöld og bæði Grikkir og útlendingar flykktust þangað til að leita svara við ýmsum spurningum.  Krösus, konungur Lýdíu, er sagður hafa heimsótt hofið.  Helgidómurinn var eyðilagður í stríði árið 218 f.Kr. en var líklega endurreistur síðar.  Fornleifarannsóknir hafa verið stundaðar í Dodona.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM