Grikkland meira,
Greece Flag


GRIKKLAND
MEIRA

Map Of Greece
.

.

Utanríkisrnt.

Sendiráð og ræðismenn

Booking.com

Eftir að hernum var vikið frá völdum og konungurinn rekinn úr landi árið 1974 varð Grikkland að lýðveldi.  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1975 kýs þingið forseta með auknum meirihluta (2:1) og hann hefur óvenjulega mikil völd miðað við flest önnur lönd Evrópu.  Hann samþykkir forsætisráðherra og stjórnir landsins, getur rofið þing við ákveðin skilyrði og sett lög í neyðartilfellum.  Þingmennirnir 300 eru kosnir í almennum kosningum.  Helztu stjórnmálaflokkar landsins eru Nýja lýðræðið (Néa Dimokratía) og Samhellenska sósíalistahreyfingin.  Þar að auki eru minni flokkar, Sameinuðu miðflokkarnir, Kommúnistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn.  Grikkland varð fullgildur aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu 1981 (nú Evrópusambandið).  Það er í Sameinuðu þjóðunum, NATO auk fjölda annarra alþjóðlegra stofnana.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM