Madagaskar
er ríki fyrir ströndum Suðaustur-Afríku, 587.041 km² að flatarmáli.
Þessi fjórða stærsta eyja heims (Grænland, Nýja Gínea og
Borneo eru stærri) er í Indlandshafi suðvestanverðu.
Milli hennar og meginlands Afríku er Mózambíksund, u.þ.b. 400 km
breitt. Þrátt fyrir nálægð
meginlandsins, eru flestir íbúarnir af indónesískum stofnum.
Þeir líta ekki á sig sem Afríkumenn, sem hafa að mestu þróað
tengsl sín við frönskumælandi lönd í Vestur-Afríku vegna fyrri og núverandi
tengsla við Frakkland. Opinber
tungumál eyjaskeggja eru franska og malagazy. |