Madagaskar
var og er landfræðileg og söguleg þversögn, þar eð íbúarnir eru
tengdir siðum Afríkubúa en eru malæ-pólínesískir í anda, þótt sáralítil
tengsl séu við Indónesíu og fleiri eyjar í Kyrrahafi,
þar sem þær eru í u.þ.b. 5000 km fjarlægð.
Flóra og fána landsins eru líka einstök og mjög ólík því,
sem gerist á meginlandinu. Arabar
hafa þekkt landið mun lengur en Evrópumenn, sem komu þangað fyrst í
kringum 1600. Höfuðborg
landsins, Antananarivo (fyrrum Tananarive), er á hásléttunni á eyjunni
miðri. Vegakerfið er betra
á hásléttunni, þar sem flestir íbúarnir hafa notið menntunar og eru
kristnir. Fólkið, sem býr
með ströndum fram, hefur ekki notið menntunar og ástundar forn
trúarbrögð. |