Toamasina Madagaskar,
Flag of Madagascar


TOAMASINA
MADAGASKAR

.

.

Utanríkisrnt.

Toamasina er borg við Indlandshaf á Austur-Madagaskar.  Hún var endurbyggð eftir að fellibylur lagði hana í rúst 1927.  Nútímalegasti hluti hennar er meðfram trjáprýddir breiðgötunni Poincaré.  Toamasina er mikilvægasta hafnarborg landsins og viðskiptamiðstöð.  Þar er verzlað með kaffi, vanillu, pipar, smára og grafít og innflutningurinn byggist á vélbúnaði, vefnaðarvöru og matvælum.  Framleiðslan byggist á framleiðslu matvöru, málmiðnaði o.fl.  Háskóli borgarinnar var stofnaður 1977.  Þarna er líka endastöð járnbrautar frá Antananarivo, 217 km suðvestar og skammt utan borgar er flugvöllur.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 145 þúsund.



 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM