Toliara Madagaskar,
Flag of Madagascar


TOLIARA
MADAGASKAR

.

.

Utanríkisrnt.

Toliara er hafnarborg við Saint-Augustin-flóa og Mósambíksund í suðausturhluta landsins.  Þaðan er mikið flutt út af landbúnaðarvöru, sjávarafurðum og sísalhampi og talsvert framleitt af sápu og matvælum.  Í apríl 1971 var gerð vopnuð uppreisn í borginni en hún var bæld niður á skömmum tíma.  Árnar Tsiribihina, Mangoky og Onilahy renna um héraðið auk fjölda lækja, sem streyma beint til sjávar.  Meðfram ströndinni eru baðstrendur.  Í héraðinu eru kol, míka, kopar og gull í jörðu og skógarhögg er stundað í suðausturhlutanum.  Talsvert er ræktað af nautgripum, hrísgrjónum og öðrum nytjaplöntum.  Áætlaður íbúafjöldi 1993 var rúmlega 71 þúsund.



 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM