Antananarivo, höfuðstaður
Madagaskar, er á miðri eyjunni. Borgin
var stofnuð á hárri hæð á 17. öld og var aðalaðsetur hovahöfðingjanna.
Breiðar götur og tröppur liggja upp á klettahrygg (1431m), þar
sem konungshöllin stendur með turnum sínum.
Imerinakonungarnir, sem náðu borginni undir sig 1794, byggðu
hana og ríktu til loka 19. aldar.
Neðan hallarinnar eru bankar og stjórnsýslubyggingar og enn neðar
er viðskiptahverfið. Meðal opinberra byggingar er bústaður franska landstjórans og
rómversk-katólskar dómkirkjur. Þarna eru
einnig rannsóknastöðvar, stjörnuathugunarstöð og Þjóðarbókhlaðan.
.Madagaskarháskóli var stofnaður 1961.
Iðnaðurinn byggist m.a. á vinnslu tóbaks og matvæla og
framleiðslu leiðurvöru og fatnaðar.
Flugsamgöngur eru mikilvægar og mikið notaðar og
millilandaflugvöllurinn við Ivato er 17 km norðan borgarinnar.
Höfuðborgin er í járnbrautasambandi við hafnarborgina
Toamasina í austri, Antsirabe í suðri og Alaotravatn í norðri.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 800 þúsund |