Antsiranana er borg,
sem þróaðist úr franskri sjóherstöð nyrzt á Madagaskar, á skaga
við fjarðarenda sunnanverðan. Efnahagurinn
byggist enn þá á slippum hersins og umskipun vöru milli strandferðaskipa
og hafskipa. Iðnaðurinn
byggist aðallega á skipasmíðum og viðhaldi skipa.
Framleiðsluvörurnar eru helzt sápa, salt, efnavörur og matvæli.
Borgin er mikilvægt setur Madagaskarháskóla (1977).
Anamakiaflugvöllurinn er 10½ km suðvestan borgarinnar og um
hann fer talsvert innanlandsflug. Sunnan borgarinnar eru skógi vaxin Tsaratanana-fjöllin með
hæsta tindi landsins, Maromokotra (2876m).
Flestir íbúanna þarna búa á láglendinu við austur- og
vesturströndina. Vegur
liggur meðfram austurströndinni.
Ankara-hellernir sunnan borgarinnar eru meðal áhugaverðustu
staða héraðsins. Talsvert
er ræktað af hrísgrjónum, kassava, kartöflum, jarðhnetum og
sykurreyr. Í suðausturhluta
héraðsins er mikið ræktað af vanillu.
Áætlaður íbúafjöldi 1993 var tæplega 47 þúsund. |