Mahajanga er mikilvæg
hafnarborg í norðvesturhluta landsins við ósa Betsibokaána, sem
hverfur þarna í Bombetokaflóa. Mahajanga
var höfuðborg konungsríkisins Boina á 18. öld.
Frakkar lögðu borgina undir sig 1895 í upphafi hernáms
eyjarinnar. Gamli
borgarhlutinn er aðallega niðri við höfnina og þar standa enn þá
nokkur arabísk hús frá 19. öld.
Nútímabyggingar borgarinnar eru m.a. katólsk dómkirkja,
samkomuhús mótmælenda og moska.
Borgarháskólinn var stofnaður 1977 sem útibú frá
Madagaskarháskóla en varð sjálfstæður 1988.
thafnalífið við höfnina byggist aðallega á umskipun og
hún er í vegasambandi við Antsiranana og Antananarivo (360 km ssv.).
Skammt untan borgar er flugvöllur.
Iðnaðurinn byggist á vinnslu landbúnaðarafurða, niðursuðu
kjöts og framleiðslu sápu, sykurs og sements.
Innflytjendur frá Kómóroseyjum voru næstum jafnfjölmennir og
innfæddir (Malagasy) í borginni til 1976-77, þegar flestir hinna
fyrrnefndu snéru aftur heim eftir óeirðir.
Kómórobúum hefur fjölgað á ný í borginni og þar býr
einnig talsverður fjöldi indverskra kaupmanna.
Í héraðinu umhverfis borgina er talsvert ræktað af kaffi, hrísgrjónum,
sykurreyr, hnetum (cashew), kassava, baðmull og raffíapálmum.
Fiskveiðar og harðviðarvinnsla eru einnig mikilvægir
atvinnuvegir. Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega 101 þúsund. |