Írland,
Ireland Flag

NORÐUR-ÍRLAND . . Meira

ÍRLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Írland skiptist í fjögur söguleg héruð:  Leinster (Laighean), Munster (Cúige Mumhan), Ulster og Connaught (Connacht).  Þegar írska fríríkið var stofnað 1921 hélt mestur hluti Ulster áfram að vera hluti af brezka samveldisins og oftast er átt við þann hluta, þegar nafnið er notað.  Héruðunum er skipt í hreppa, 26 í írska lýðveldinu og 6 í N-Írlandi.  Við stjórnunarlega endurskipulagningu í N-Írlandi árið 1973 tóku 26 hreppar við af hinum 6 fyrri. Leinsterhérað hefur 12 hreppa; Munster er stærst með 6 hreppa;  Connaught með 5;  Ulster með 3.

Eyjan græna í NV-Evrópu lá lengi í skugga hins volduga nágranna og var lengi vel næstum gleymd Evrópubúum.  Aðeins fáir ferðuðust þangað.  Prins Püchler-Muskau kom þangað snemma á 19. öld og talaði um fegurð sveitanna, fornminjar, óðalssetrin í fögrum görðum og fyndna, vingjarnlega og gestrisna íbúana, þótt þeir væru flestir fátækir. 

Nú á seinni tímum, eftir að hagur íbúanna vænkaðist, koma æ fleiri erlendir gestir.  Fyrsta orðið, sem gestirnir læra við komuna er „Fáilte", sem þýðir velkominn. Gamla keltneska tungumálið í Írlandi er þekkt sem írska eða gelíska eða sjaldnar erse.  Þar sem gelískan er ólík enskunni, eru nöfn staða og fólks stafsett á báðum málum.

Landið liggur á milli 51°30' og 55°30' N og 5°30' og 10°30' V.  Á milli Stóra-Bretlands og Írlands eru Stórasund, Írlandshaf, sem oft getur orðið úfið og Sund hl. Georgs. Vesturströndin er opin fyrir Atlantshafinu og þar eru margar klettaeyjar og sker. Heildarflatarmál landsins er 84.403 km2, þar af er írska lýðveldir 70.283 km2 og N-Írland 14.120 km2.  Heildaríbúafjöldi er u.þ.b. 5,1 milljón.  3,5 milljónir í lýðveldinu og 1,6 milljónir í N-Írlandi.  Það búa u.þ.b. 50 manns á km2 í lýðveldinu og 114 í N-Írlandi.  Íbúum landsins fækkaði úr 8 milljónum árið 1840 í 4 fram á miðja 20. öld en þá geisaði hungursneyðin mikla í landinu.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM